mánudagur, júlí 14, 2008

Penninn er fyndnari en sverðið...

Khalil Bendib er ekki fæddur í Bandaríkjunum og getur því ekki orðið forseti þar í landi, sem er synd, því hann er annars sterkur kandídat og slær mörgum öðrum ref fyrir rass, að mínu mati. Ég hefði að sjálfsögðu einnig verið tilbúinn að styðja Stephen Colbert eða Jon Stewart, þó svo að George Carlin hefði pottþétt átt stuðning minn vissan, hefði hann lifað og boðið sig fram.
Jamm, það er jafnan svo að þeir sem ég hefði verið tilbúinn að kjósa eru sjaldnast kosnir. "Prez in the fez" er samt grípandi, ekki satt? :)
Ég minni á heimasíðu Khalil Bendib, en ég er með hlekk á hana hægra megin á blogginu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.