Að baki
Að baki hins sturlaða stríðs
dylst fræið sem firn eigi granda
það sýgur þar jarðbrjóstin svöl
við uppsprettu og ós
af hörmungum hugstola lýðs
rís fórn þeirra fálamandi handa
er græða vort beiskasta böl
með rúgi eða rós
úr helfjötrum haturs og níðs
brýst ástúð þess leitandi anda
er kveikir á hnattarins kvöl
hið langþráða ljós
-- Jóhannes úr Kötlum, Tregaslagur, 1966.
fimmtudagur, júlí 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli