þriðjudagur, júlí 22, 2008

Batman í fáum orðum og Bandcamp

Trúið lofinu sem þið hafið heyrt um The Dark Knight. Fór á hana í gær og hún er æði.

...

Brá mér í sveitta útileigu í Þrastalund með Háskólakórnum núna um helgina og skemmti mér hið besta. Sex, beer and rock 'n' roll basically, djammað kyrjað og djúsað langt fram eftir nóttu. Ég þakka kórfélögum og öðrum sem áttu leið um lundinn góða kærlega fyrir. Maginn minn var raunar gjörsamlega í hnút/hélt ég myndi fríka út á sunnudeginum og hausinn nokkuð þungur. Gítarar voru líka með í för sem sjá má:

Sömuleiðis var gaman með kórnum á Siglufirði tveimur helgum áður. Var að auki afar ánægður með ferðafélaga mína í bílnum;Kristján, Colin, Carl og Sverri. Tónleikarnir heppnuðust afar vel og þótti mér gaman að hitta þar minn góða vin Svein Rúnar Hauksson. Birna og Einar héldu svo afbragðs partý á ættaróðali Birnu. Djammaði með kórfélögum og Ungfónum. Fór á tónleika með Ungfóníu þar sem þau léku Appalachian Spring eftir Aaron Copeland, nýtt verk eftir Benna Hemm Hemm, sem þau léku ásamt sveit hans og skosku sinfóníuna eftir Mendelsohn. fór líka á ball með sænskri Balalaika-sveit. Í þynnkunni á sunnudeginum þeim var ljúft að ganga Hvanneyrarskál í góða veðrinu og horfa yfir fagran Siglufjörðinn með mínum ágætu áðurnefndu ferðafélögum. Carl gerði líka heiðarlega tilraun til “skinny dipping” í ánni en hún var jökulköld og bergmáluðu kveinstafirnir svo dvergar rumskuðu fyrir steindurum. ;)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.