miðvikudagur, júlí 30, 2008

Radovan Karadzic o.fl.

Frétt síðustu viku var án efa handtaka Radovan Karazdic. Á meðan ég fagna því að sjálfsögðu að hann hafi verið handtekinn fyrir stríðsglæpi sína þykir mér dapurlegt að aðrir stríðsglæpamenn leiki enn lausum hala og sé jafnvel hampað sem hetjum. Það er auðvitað líka magnað hvað honum tókst að dyljast lengi; eigandi vini á réttum stöðum sem þar biðu hans í röðum.
Vésteinn bróðir var staddur úti í Serbíu þegar Karadzic var handtekinn og upplifði mótmælagöngu serbneskra þjóðernissinna í Belgrad. Hann fjallar um handtökuna og mótmælin á moggablogginu sínu. Tékkið á því.
Undarleg samblanda af manni, annars, hann Karadzic. Geðlæknir, ljóðskáld, öfgaþjóðernissinni, stríðsglæpamaður og hrotti og nú síðast hómópati. Og það verður ekki af karlinum skafið að hann hafði mikla persónutöfra.
Í þessu sambandi mæli ég eindregið með að lesendur kynni sér hin einstöku meistaraverk fréttamannsins og myndasöguhöfundarins Joe Sacco um Bosníu, en hann dvaldist fjóra mánuði í Bosníu, frá 1995-1996 og svo aftur eftir það og skrásetti upplifanir sínar og frásagnir fólksins í myndasöguformi. Verkin eru Safe Area Goražde - The War in Eastern Bosnia 1992-5, safnið War's End (ekki síst Christmas With Karadzic) og The Fixer.
Ég mæli svo jafnframt með að lesendur lesi Palestine, eftir sama höfund. Bækurnar fást í Nexus og eflaust er líka hægt að finna þær í Mál og menningu og/eða Eymundsson. Svo er auðvitað alltaf hægt að tékka Borgarbókasafnið.
Við tækifæri ætla ég mér svo að lesa With Their Backs to the World - Portraits from Serbia eftir Åsne Seierstadt.

Ég kláraði nýlega Glass eftir Eyvind P. Eiríksson og fannst hún mjög fín. Hún hefur ekki fengið þá athygli sem hún á skilið, og eftir ótruelgt vesen í útgáfumálum og kostuleg svör frá útgáfunum endaði Eyindur með því að gefa bókina sjálfur út. Vésteinn bróðir ritaði hinn ágætasta ritdóm um hana á Eggina, þann eina sem ég hef séð um bókina, og mæli ég með ritdómnum og bókinni
sjálfri.

Sem stendur er ég á kafi við að lesa Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og finnst hún frábær það sem af er liðið lestri.

Lög dagsins; Midt om natten og Susan himmelblå með Kim Larsen, af plötunni Midt om natten.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.