5-7 dagar og ég tel niður dagana...
Það styttist í næstu Batman-mynd, nánar tiltekið verður hún frumsýnd 23. júlí en Nexus verður með forsýningu þann 21. og stefni ég að öllum líkindum á hana. Hún verður ótextuð og ekkert hlé og sýnd 22:20 í sal 1 í Kringlubíói.
Ég er alltént orðinn ansi spenntur. Var hæstánægður með síðustu mynd og trailerarnir fyrir þessa lofa svo sannarlega góðu:
Ég hyggst jafnframt hita mig vel upp fyrir þessa. Sá Batman eftir Tim Burton aftur eftir langt hlé um daginn og fannst hún eðlilega afbragð. Þá er að horfa aftur á Batman Returns. Batman Forever var svona hvorki fugl né fiskur, god nok en ekkert über hrífandi (aðallega að ég hrifist af Nicole Kidman). Því minna sem sagt er um Batman og Robin, því betra. Þó er varla annað hægt en að hafa gaman að Ah-nuld sem Mr. Freeze: “Væ dont jú kúúúl id” eða (eftir minni):
- Holy floor, Batman!
- What?
- It's a.. floor. And it has HOLES in it.
Sem stendur er ég að lesa The Dark Knight Returns eftir Frank Miller (t.d. Sin City, Ronin, Daredevil, 300), myndasöguna sem hleypti aftur kúlinu í Batman (hver fílar ekki geðstirðan miðaldra bad-ass Batman?) og er hún allav. hingað til frábær. Hyggst svo snúa mér að Batman:Year One eftir Miller, þar sem kafað er dýpra í uppruna Batman. Mæli líka eindregið með The Killing Joke eftir Alan Moore (t.d. Watchmen, V for Vendetta og From Hell). Þarf svo að horfa aftur á Batman Begins.
Að sjálfsögðu ætla ég líka að horfa á gömlu Batman-myndina með Adam West frá 1966 og mæli með því að lesendur geri slíkt hið sama. Simpsons spúfið “Jimminy jelikers, Radioactive Man, it's the worst villain of them all; The Scout-master” var í raun ekki fjarri lagi. :S
Kynningarmyndband fyrir Batman The Movie, frá 1966
Uppfært fimmtudaginn 17. júlí:
Fer á forsýninguna. Úje.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli