Guns 'N' fuckin' Roses
Hef verið með Use Your Illusion II með Guns 'N' Roses í spilaranum í dag. Í heild lætur hún afar vel í eyrum og inniheldur ýmis bestu lög Guns 'N' Roses en vissulega eru nokkur lög líka með því versta sem þeir hafa gert. Blessunarlega er meira um fyrrnefnd en síðarnefnd og lögin á milli eru almennt góð. Meðal verstu lagana eru My World (wtf?) Get In The Ring er nokkuð kjánalegt (textinn þ.e.a.s., lagið er fínt), So Fine sleppur fyrir horn en er býsna slappt (ekki síst er það drulluvæmið), en til góðra til æðislegra laga teljast Estranged (úff, já), Civil War, 14 Years, You Could Be Mine (Ah-nuld), Yesterdays, coverið af Knockin' On Heaven's Door (toppar ekki originalinn en er engu að síður drullugott), Pretty Tied Up og Shotgun Blues (í annars góðu lagi er þó yrkisefnið á ný dáldið sillí, fyrst og fremst niðurlagið).
Breakdown, Locomotive og Don't Cry eru líka fín lög og vel það en komast ekki alveg í sama klassa og þau fyrrnefndu, að mínu mati.
Lag dagsins er Estranged af téðri plötu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli