Egyptar senda Palestínumenn aftur til Gaza, sem Mogginn í dag segir að Hamas stjórni „í trássi við vilja alþjóðasamfélagsins“.
Getur einhver sagt mér hverjir skipa það blessaða „alþjóðasamfélag“? Eru það Ísrael og bandamenn? Er þetta kannski hin vel þekkta „fólk segir“-aðferð sem hefur blómstrað hvað mest á Fox? Hvað finnst Mogganum og „alþjóðasamfélaginu“ um það að verið sé að svelta hálfa milljón manns í stærsta fangelsi í heimi? Hvað finnst þeim um að Egypsk stjórnvöld og Fatah kói með hernámsliðinu? Hvað fannst þeim um að stríðsherrran Mohammed Dahlan, Fatah-liði og taglhnýtingur Ísraels og Vesturlanda reyndi að leggja Gaza undir sig en Hamas urðu fyrri til?
Þar til ég fæ svar við þessu geta Mogginn og „alþjóðasamfélagið“ étið skít.
Í framhaldi af skrifum mínum um Gaza bendi ég á góða grein sem Uri Avnery skrifar um atburðina þar, Worse than a Crime.
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli