miðvikudagur, janúar 23, 2008

Break on through to the other side

Frétt á Rúv:

Egyptaland:Þúsundir yfir landamærin

Íbúar Gazasvæðisins hafa í hundraða þúsunda tali farið yfir landamæri Gaza og Egyptalands í dag til að birgja sig upp af nauðsynjavörum. Sumir hafa farið nokkrar ferðir. Neyðarástand ríkir, eftir að Ísraelsstjórn lokaði öllum umferðaræðum milli Gaza og Ísraels.

Grímuklæddir menn komu snemma í morgun fyrir 17 sprengjum undir múrnum sem skiptir bænum Rafah í tvennt. Um það bil tveir þriðju hlutar múrsins féllu þegar þær sprungu. Síðar í morgun komu Palestínumenn með jarðýtu og ruddu brautina þannig að hægt er að aka á milli bæjarhlutanna.

Egypskir landamæraverðir aðhöfðust ekkert þannig að íbúar Gazasvæðisins áttu greiða leið yfir í egypska hlutann í Rafah til að birgja sig upp af matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Yfirvöld Egyptalandsmegin telja að síðdegis hafi 200.000 Palestínumenn verið komnir yfir landamærin.

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að þeir hafi verið mun fleiri, eða allt að 350.000. Ísraelska dagblaðið Ha'aretz segir á fréttavefsíðu sinni að stjórnvöld í Ísrael ætli ekkert að aðhafast vegna málsins. Egyptar verði að greiða úr því.

Ísraelsmenn reistu múrinn árið 2004, árið áður en ísraelska herliðið var kallað frá Gazasvæðinu og ísraelskir landtökumenn fluttir á brott. Hamas samtökin segjast ekki hafa staðið að því að landamæramúrinn var sprengdur í morgun.

Lögreglulið Hamas tók að sér gæslu við múr-leyfarnar eftir að ljóst varð að Eyptar gerðu ekkert til að stöðva fólksstrauminn yfir landamærin. Lögreglumenn hafa kannað af handahófi hvað fólk hefur með sér heim frá egypska hlutanum í Rafah.

Í einu tilfelli llögðu þeir hald á sjö skammbyssur sem einn íbúinn flutti með sér. Dæmi eru um að sumir hafi farið allt að þrisvar sinnum yfir til Egyptalands í dag til að birgja sig upp. Ísraelsstjórn ítrekaði í dag að ekki stæði til að opna fyrir umferð milli Ísraels og Gazasvæðisins nema að mjög takmörkuðu leyti.



Þetta þykja mér vægast sagt góðar fréttir. Sannarlega stórglæsilegt.
Hundruðir þúsunda, það er ekki annað! Þetta er nokkur huggun harmi gegn, en óvíst hvort dugi til. Vonandi að þetta verði Ísrael og öðrum þjóðum þrýstingur um að ljúka umsátrinu. Mennirnir sem sprengdu múrinn og aðstandendur eru hetjur og ef ég ætti hatt myndi ég taka ofan fyrir þeim. Það er spurning hversu lengi hægt er að herða sultarólina hjá fólki áður en það annað hvort kafnar eða bítur frá sér. Þessi aðgerð er í senn lógísk, réttmæt og aðdáunarverð.
Ég sé nú ekki af hverju er verið að taka fram að mennirnir hafi verið grímuklæddir? Er það ekki nokkuð lógískt? Á þetta að gera þá e-ð tortryggilegri?
Það er vonandi að Ísrael muni ekki aðhafast, en ég óttast þó að þeir muni hefna sín grimmilega og að þessi aðgerð verði þeim réttlæting eða skálaskjól fyrir frekari voðaverkum gagnvart íbúm Gazasvæðisins.
Það kemur mér sannarlega ekki á óvart að egypskir landamæraverðir hafi ekkert aðhafst. Áttu þeir að meina arababræðrum sínum að ná sér í nauðsynjar þegar verið er að svelta þá? Hvernig hefði það svo litið út í augum annara arabaríkja?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.