fimmtudagur, janúar 10, 2008

Persepolis

Á morgun hefst frönsk kvikmyndahátíð, samstarfsverkefni Allance Francaise og Græna ljóssins. Af þeim myndum sem þar verða sýndar er ég strax harðákveðinn að sjá Persepolis eftir Marjane Satrapi og Vincent Paranaud, byggða á æðislegri samnefndri myndasögu Marjane Satrapi. Trailerinn lofar svo sannarlega góðu:



Kæru lesendur, ef þið sjáið einhverja mynd á hátíðinni, jafnvel á árinu, gerið mér og ykkur þá þann greiða að sjá Persepolis. Lesið líka myndasöguna. Þið munuð ekki sjá eftir því.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.