Síminn minn...
...hefur ítrekað í hótunum við mig. Hann hótar iðulega að stytta sér aldur án þess að láta fyllilega að því, er ávallt kominn á fremsta hlunn, jafnvel andarslitrunum en tórir þó jafnan.
Það vildi ég að andskotans rafhlaðan gæti þá bara fjandakornið klárast í stað þess að vera alltaf aaaaaaaaalveg að klárast.
Síminn minn má sannarlega muna fífil sinn fegri. Að aldri undanskildum hef ég líka misst hann í jörðina nokkrum sinum og svona. Draslið öðru megin á hliðinni brotnaði e-n tímann, skjárinn er máður og óskýr, lýsingin e-ð stórfurðuleg, samband tíðum slæmt og hljóðgæðum ábótavant, ekki sýst hljóðstyrk.
Ég er hins vegar of nískur til að kaupa mér nýjan, námsmaðurinn og ódýra vinnuaflið hjá ríkinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli