mánudagur, janúar 14, 2008

Frétt á mbl.is:

Íran „ógnar öryggi allra“.

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að Íran ógnaði öryggi í öllum heiminum, og að Bandaríkjamenn og arabískar bandalagsþjóðir þeirra yrðu að taka höndum saman og stemma stigu við ógninni áður en það yrði um seinann.
Bush sagði að Íran fjármagnaði öfgasinnaða hryðjuverkamenn, græfi undan friði í Líbanon, sendi vopn til talíbana, reyni að valda skelfingu í nágrannaríkjunum með ögrandi orðfæri, virði Sameinuð þjóðirnar að vettugi og draga úr stöðugleika hvarvetna í austurlöndum með því að neita að gera hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.
Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
í dag. „Aðgerðir Írana ógna öryggi allra þjóða í heiminum,“ sagði Bush.

Á blogginu sínu bendir bróðir minn á að það sé alveg rétt að Íranir fjármagni Hizbollah og veiti þeim vopn. Það sama geri Bandaríkin fyrir Ísraela og spyr hver munurinn sé?

Við þetta má bæta:

Fyrst Bush kemur inn á Afghanistan er rétt á að benda á að Bandaríkin fjármagna alræmda öfgasinnaða stríðsherra/hryðjuverkamenn (og ekki í fyrsta sinn) þar sem saman eru kallaðir Norðurbandalagið. Þeir þykja ekki hótinu betri en Talibanar. Ekki er svo langt síðan að Bandaríkin studdu sjálf Talibana.

„Valda skelfingu... með ögrandi orðfæri“. Kannski rétt í sjálfu sér, að því leiti að Ahmadinejad er stór í kjaftinum, en það eru fleiri og margur heldur mig sig. Ég held að stjórnvöld í Íran séu fyrst og fremst ógn við eigin landa.

„Virði sameinuðu þjóðirnar að vettugi“. Það hafa Bandaríkin gert þegar þeim hefur hentað, hunsað alþjóðasáttmála og ályktanir öryggisráðsins og alþjóðaþings, ekki síst þegar lítur að Ísrael, eða þegar Bandaríkin fóru í stríð við Írak í trássi við vilja Sameinuðu þjóðana og þau hafa margbrotið gegn mannréttindasáttmálanum, svo eitthvað sé nefnt.

„Græfi undan friði í Líbanon“. Hmm... hverjir studdu Ísraela í stríðinu við Líbanon?

Svo er rétt að minna á skýrslu Bandarísku leyniþjónustunnar um að Íranir hafi hætt við að vinna að smíð kjarnokrusprengju fyrir fjórum árum síðan.

Og svona mætti halda áfram...

Bush stendur höllum fæti og hann veit það. Þetta er aum tilraun til að klóra í bakkann og ég efa að hún muni skila tilætluðum árangri.
... ég vona alla vega og bið að hún muni ekki gera það.

Lög dagsins: The Continuing Story of Bungalow Bill með Bítlunum og Know your Enemy með Rage Against The Machine

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.