föstudagur, mars 30, 2007

Out of the Cradle Endessly Rocking

Out of the Cradle Endessly Rocking
Out of the mocking-bird’s throat, the musical shuttle,
Out of the Ninth-month midnight,
Over the sterile sands and the fields beyond, where the child leaving his bed wander’d alone, bareheaded, barefoot,
Down from the shower’d halo,
Up from the mystic play of shadows twining and twisting as if they were alive,
Out from the patches of briers and blackberries,
From the memories of the bird that chanted to me,
From your memories sad brother, from the fitful risings and fallings I heard,
From under that yellow half-moon late-risen and swollen as if with tears,
From those beginning notes of yearning and love there in the mist,
From the thousand responses of my heart never to cease,
From the myriad thence-arous’d words,
From the word stronger and more delicious than any,
From such as now they start the scene revisiting,
As a flock, twittering, rising, or overhead passing,
Borne hither, ere all eludes me, hurriedly,
A man, yet by these tears a little boy again,
Throwing myself on the sand, confronting the waves,
I, chanter of pains and joys, uniter of here and hereafter,
Taking all hints to use them, but swiftly leaping beyond them,
A reminiscence sing.

Once Paumanok,
When the lilac-scent was in the air and Fifth-month grass was growing,
Up this seashore in some briers,
Two feather’d guests from Alabama, two together,
And their nest, and four light-green eggs spotted with brown,
And every day the he-bird to and fro near at hand,
And every day the she-bird crouch’d on her nest, silent, with bright eyes,
And every day I, a curious boy, never too close, never disturbing them,
Cautiously peering, absorbing, translating.

Shine! shine! shine!
Pour down your warmth, great sun!
While we bask, we two together.

Two together!
Winds blow south, or winds blow north,
Day come white, or night come black,
Home, or rivers and mountains from home,
Singing all time, minding no time,
While we two keep together.

Till of a sudden,
May-be kill’d, unknown to her mate,
One forenoon the she-bird crouch’d not on the nest,
Nor return’d that afternoon, nor the next,
Nor ever appear’d again.

And thenceforward all summer in the sound of the sea,
And at night under the full of the moon in calmer weather,
Over the hoarse surging of the sea,
Or flitting from brier to brier by day,
I saw, I heard at intervals the remaining one, the he-bird,
The solitary guest from Alabama.


Blow! blow! blow!
Blow up sea-winds along Paumanok’s shore;
I wait and I wait till you blow my mate to me.

Yes, when the stars glisten’d,
All night long on the prong of a moss-scallop’d stake,
Down almost amid the slapping waves,
Sat the lone singer wonderful causing tears.

He call’d on his mate,
He pour’d forth the meanings which I of all men know.

Yes my brother I know,
The rest might not, but I have treasur’d every note,
For more than once dimly down to the beach gliding,
Silent, avoiding the moonbeams, blending myself with the shadows,
Recalling now the obscure shapes, the echoes, the sounds and sights after their sorts,
The white arms out in the breakers tirelessly tossing,
I, with bare feet, a child, the wind wafting my hair,
Listen’d long and long.

Listen’d to keep, to sing, now translating the notes,
Following you my brother.


Soothe! soothe! soothe!
Close on its wave soothes the wave behind,
And again another behind embracing and lapping, every one close,
But my love soothes not me, not me.

Low hangs the moon, it rose late,
It is lagging—O I think it is heavy with love, with love.

O madly the sea pushes upon the land,
With love, with love.

O night! do I not see my love fluttering out among the breakers?
What is that little black thing I see there in the white?

Loud! loud! loud!
Loud I call to you, my love!

High and clear I shoot my voice over the waves,
Surely you must know who is here, is here,
You must know who I am, my love.

Low-hanging moon!
What is that dusky spot in your brown yellow?
O it is the shape, the shape of my mate!
O moon do not keep her from me any longer.

Land! land! O land!
Whichever way I turn, O I think you could give me my mate back again if you only would,
For I am almost sure I see her dimly whichever way I look.

O rising stars!
Perhaps the one I want so much will rise, will rise with some of you.

O throat! O trembling throat!
Sound clearer through the atmosphere!
Pierce the woods, the earth,
Somewhere listening to catch you must be the one I want.

Shake out carols!
Solitary here, the night’s carols!
Carols of lonesome love! death’s carols!
Carols under that lagging, yellow, waning moon!
O under that moon where she droops almost down into the sea!
O reckless despairing carols.

But soft! sink low!
Soft! let me just murmur,
And do you wait a moment you husky-nois’d sea,
For somewhere I believe I heard my mate responding to me,
So faint, I must be still, be still to listen,
But not altogether still, for then she might not come immediately to me.

Hither my love!
Here I am! here!
With this just-sustain’d note I announce myself to you,
This gentle call is for you my love, for you.

Do not be decoy’d elsewhere,
That is the whistle of the wind, it is not my voice,
That is the fluttering, the fluttering of the spray,
Those are the shadows of leaves.

O darkness! O in vain!
O I am very sick and sorrowful.

O brown halo in the sky near the moon, drooping upon the sea!
O troubled reflection in the sea!
O throat! O throbbing heart!
And I singing uselessly, uselessly all the night.

O past! O happy life! O songs of joy!
In the air, in the woods, over fields,
Loved! loved! loved! loved! loved!
But my mate no more, no more with me!
We two together no more.

The aria sinking,
All else continuing, the stars shining,
The winds blowing, the notes of the bird continuous echoing,
With angry moans the fierce old mother incessantly moaning,
On the sands of Paumanok’s shore gray and rustling,
The yellow half-moon enlarged, sagging down, drooping, the face of the sea almost touching,
The boy ecstatic, with his bare feet the waves, with his hair the atmosphere dallying,
The love in the heart long pent, now loose, now at last tumultuously bursting,
The aria’s meaning, the ears, the soul, swiftly depositing,
The strange tears down the cheeks coursing,
The colloquy there, the trio, each uttering,
The undertone, the savage old mother incessantly crying,
To the boy’s soul’s questions sullenly timing, some drown’d secret hissing,
To the outsetting bard.

Demon or bird! (said the boy’s soul,)
Is it indeed toward your mate you sing? or is it really to me?
For I, that was a child, my tongue’s use sleeping, now I have heard you,
Now in a moment I know what I am for, I awake,
And already a thousand singers, a thousand songs, clearer, louder and more sorrowful than yours,
A thousand warbling echoes have started to life within me, never to die.

O you singer solitary, singing by yourself, projecting me,
O solitary me listening, never more shall I cease perpetuating you,
Never more shall I escape, never more the reverberations,
Never more the cries of unsatisfied love be absent from me,
Never again leave me to be the peaceful child I was before what there in the night,
By the sea under the yellow and sagging moon,
The messenger there arous’d, the fire, the sweet hell within,
The unknown want, the destiny of me.


O give me the clew! (it lurks in the night here somewhere,)
O if I am to have so much, let me have more!

A word then, (for I will conquer it,)
The word final, superior to all,
Subtle, sent up—what is it?—I listen;
Are you whispering it, and have been all the time, you sea-waves?
Is that it from your liquid rims and wet sands?

Whereto answering, the sea,
Delaying not, hurrying not,
Whisper’d me through the night, and very plainly before day-break,

Lisp’d to me the low and delicious word death,
And again death, death, death, death,
Hissing melodious, neither like the bird nor like my arous’d child’s heart,
But edging near as privately for me rustling at my feet,
Creeping thence steadily up to my ears and laving me softly all over,
Death, death, death, death, death.

Which I do not forget,
But fuse the song of my dusky demon and brother,
That he sang to me in the moonlight on Paumanok’s gray beach,
With the thousand responsive songs at random,
My own songs awaked from that hour,
And with them the key, the word up from the waves,
The word of the sweetest song and all songs,
That strong and delicious word which, creeping to my feet,
(Or like some old crone rocking the cradle, swathed in sweet garments, bending aside,)
The sea whisper’d ne.


-- Walt Whitman

fimmtudagur, mars 29, 2007

Ruslpóstur

Ruslpósturinn inniheldur oft áhugaverð bréf. Ég er til dæmis alltaf að fá tilboð um hjálp til að stækka reðrið mitt.Ég er snortinn af hugulseminni. Þúst... hvernig vissu þeir?

Ýmsir bankastarfsmenn frá Ouagadougu, sem er höfuðborg Burkina Faso (Hah! 'Bet you didn't know that!), t.am. herra Ahmadi Zongo, herra Ali Zongo (hmm, ætli þeir séu bræður?) herra Oumari Seni og herra Ali Zidu eru líka í sífellu að biðja mig um hjálp með að millifæra peninga, þetta verður að vera leynilegt og helst að gerast sem fyrst. Þegar ferlinu er lokið verð ég víst obboðslega ríkur.

Svo er ég líka alltaf að vinna í happdrættum sem ég skráði mig ekkert í. Ég þarf bara að gefa ítarlegar upplýsingar um mig og þá bíður mín böns of monní. Heppinn!

þriðjudagur, mars 27, 2007

Get Down Tonight!

Lag dagsins: Get Down Tonight með KC & The Sunshine Band. Ég var að leita að myndbandi með sveitinni sjálfri að spila á Youtube en fann hvergi. Ég fann aðeins þetta myndband þar sem allt lagið hljómar undir. Þetta er svo sem ágætt líka...

Réttarhöld hafin í Guantanamo

„Það kom mjög á óvart að Hicks lýsti sig sekan og það hefur að öllum líkindum í för með sér vægari refsingu.“

Hverjum ætti það að koma á óvart? Ef ég væri pyntaður nógu lengi myndi ég eflaust enda á að ásaka ömmu mína um að hafa komið af stað Móðuharðindunum.
„Mannréttindasamtökin Amnesty kalla réttarhöldin sýndarréttarhöld og krefjast þess að venjulegir dómstólar rétti í málum fanganna.“
Enda ERU þetta sýndarréttarhöld. Hvaða skynibornu veru kemur til hugar að fangar í Guantanamo fái réttláta málsmeðferð á stað þar sem forstöðumenn sem skeina sér á mannréttindum og unnið er kerfisbundið að því að brjóta menn niður og svipta þá allri reisn?
Það er ekki minnsta mark takandi á „játningum“ sem fengnar eru með pyntingum. Pyntingar eru viðbjóðslegar og bera aðeins vott um hrottaskap þeirra sem stunda og fyrirskipa þær.

Á laugardaginn ritaði bróðir minn ágætis færslu um pyntingar, aftökur, hið meinta „stríð gegn hryðjuverkum“ og viðhorf sín gagvart þessu. Mæli með því að þið lesið hana.

N-Írland: Nýrri þjóðstjórn fagnað

Þetta eru í sjálfu sér ágætar fréttir.
Tony Blair lýsir sig hæstánægðan með niðurstöðuna. Ætli menn séu að átta sig á mikilvægi þess að fulltrúar flokka með meirihlutafylgi eigi sér málsvara í stjórninni, ef hún á að vera verðugur fullrúi þjóðarinnar og ef friður á að geta haldist? Það væri þá óskandi að þeir beittu þeim sömu gleraugum á þjóðstjórn Palestínumanna. Það virðist hins vegar ekki vera sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón.

Við fyrri færslu um þjóðstjórnina má bæta að ég er sérlega ánægður með að Dr. Mustafa Barghouti sé orðinn upplýsingamálaráðherra.

mánudagur, mars 26, 2007

Queen: Play The Game

sunnudagur, mars 25, 2007

Lög dagsins: Gates Of Eden og It's Allright Ma með Bob Dylan af plötunni Bringing It All Back Home. Hér geta lesendur séð upptöku af Dylan takandi fyrra lagið á góðgerðartónleikum í Bridge School árið 1988. Svo er hér bútur þar sem hann tekur lagið 1965. Persónulega finnst mér seinni flutningurinn flottari, en það er því miður aðeins eilítið brot.
Hér má hins vegar finna It's Alright Ma (Im Only Bleeding), myndbandið heimagert af gaur sem skellti því á youtube. Mér finnst þetta mjög gott myndband og þykir það fanga anda lagsins vel.

föstudagur, mars 23, 2007

Misjöfn eru morgunverkin...

Hjá undirrituðum fólust þau í að sofa og slæpast svo fram eftir degi.
Hékk fyrir framan heimatölvuna í rúmlega tvo tíma, reit bloggfærslu, gleymdi mér við skrifin og kom hálftíma of seint í salsa. Það kom hins vegar ekki að sök og ég verð hvort eð er í massífu salsa á morgun.

Á leiðinni á námskeiðið fékk ég hins vegar hugmynd að ljóði, hvárt ég settist svo niður og samdi áðan. Þetta er söguleg stund, þögnin er rofin. Ég hef verið í ljóðaritunarpásu/með ritstíflu síðan einhvern tíma í fyrra. Ég birti það hér í núverandi formi, en vel kynni að vera að ég snurfusaði það eitthvað frekar, ef ég finn þörf eða löngun til slíks.
Núna er ég voða montinn af sjálfum mér.

Tilfinningarök

"Menn, konur og börn í valnum
limlest, svívirt og saurguð
afskræmd, fólk kúgað og niðurlægt
svipt ástvinum, lifandi í örbirgð
tortíming, fólk lepjandi dauðann úr skel
hver dagur skelfing, fólk í angist
fólk á flótta
fólk sem er búið að ræna fortíð sinni
nútíðin er martöð
framtíðin óvissa
fólk sem veröldin hefur gleymt
fólk sem veröldinni stendur á sama um
Allt þetta nístir mig"
segi ég
þar sem við skeggræðum á Mokka
"Piff,
tilfinningarök"
segir þú
sýpur dreggjarnar úr kaffibollanum
og skellir hellunum
fyrir eyrun

Börn drepin í átökum á Gaza

Hryllingurinn ágerist sífellt á Gaza. Ekki er nóg að hernámið og fjársveltið herði sífellt kyrkingarólina á fólkinu, heldur takast fylkingarnar enn á og meðal fórnarlamba átakanna eru 12 ára stúlka og tveggja ára drengur sem voru drepin í átökunum. Megi þau hvíla í friði. Hvað þarf að stinga út mörg augu áður en menn uppgötva að allir eru orðnir blindir? Átökin spila auk þess upp í hendurnar á Ísraelsstjórn og þeim Vesturlöndum sem eru taglhnýtingar þeirra. Ástandið hefur aldrei verið verra og ég efa að nokkurn tíma hafi verið jafn mikil þörf og nú fyrir samstöðu milli Palestínumanna.
Ég fagna nýrri þjóðstjórn Palestínu og bind vonir við hana. Ég fagna af öllu hjarta ákvörðun Norskra yfirvalda að viðurkenna þjóðstjórnina og rjúfa fyrir sitt leiti einangrunina. Þarna urðu þeir á undan Íslendingum, en við getum enn orðið önnur þjóðin til þess og farið að góðu fordæmi Norðmanna. Fyrr næst friður ekki en einangrunin verður rofin og fjársveltið verður stöðvað. Hversu margir þurfa að lifa við kúgun og lepja dauðann úr skel þangað til ráðamenn gera sér þetta ljóst?
Það er af fundinum að segja að hann var góður og vel sóttur. Það var uppörvandi að hitta félagana aftur. Ályktun fundarins liggur fyrir og verður send í blað eða blöð, auk áskorunnar til utanríkisráðuneytisins. Ég birti ályktunina við fyrsta tækifæri.

Kristján er að gera ritgerð um málefni Ísraels og Palestínu og bauð ég honum auðvitað aðstoð, gaukaði að honum efni sem mér sýndist geta gagnast og saurgaði óharðnaðan og áhrifagjarnan huga hans með illum hatursáróðri mínum.

Fyrir nokkrum dögum voru einnig liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak. Enn geysar stríð, enn er herinn þarna, enn hefur nafn Íslands ekki verið tekið af lista "hinna viljugu þjóða", og hryllingurinn hefur aldrei verið meiri. Landið er í rúst, hundruðir þúsunda eru látnir fólk er svipt ástvinum og eignum, atvinnumöguleikum, sært, örkumlað, afskræmt og lifir í ótta. Yfir milljón eru flóttamenn. Enn hefur ríkisstjórnin ekki beðið Íraka afsökunar á stuðningnum við stríðið og enn hefur hún ekki beðið íslendinga afsökunar á að hún hafi bendlað þá við stríðið með þeim stuðningi.

Í þessu sambandi vil ég mæla eindregið með tveimur bókum við lesendur: Palestine eftir Joe Sacco, sem hann skrifaði um dvöl sína á hernumdu svæðunum 1991-2 og Pride Of Baghdad eftir Brian K. Vaughan og Niko Henrichon .

Fyrir ári orti ég ljóð daginn eftir að ég sá tvær heimildamyndir um stríðið. Ég var nánast ennþá í trauma. Sú fyrri, "Ég er arabi", leitaði álits ýmsra Íslendinga á stríðinu og tjáðu þeir sig um það. Þar skynjaði maður helst reiði, skömm og sorg. Seinni myndin, "1001 nótt", sýndi myndir af fórnarlömbum stríðsins, margar svo hryllilegar að fréttastofur höfðu ekki einu sinni treyst sér að sýna þær með aðvörun. Vuið vorum einnig ítrekað vöruð við. samt ákvað ég að sitja, þetta var svipað eins og þegar maður sér myndir af fórnarlömbum Auschwitz. Hryllingurinn er nær ólýsallegur, samt horfir maður á. Til þess að læra af hryllingi sögunnar, til þess að reyna að skilja og varast hann. Þarna horfði ég nötrandi á hið sanna andlit stríðsins og það horfði til baka. Atriðið með aftökunni var mér um megn, ég reyndi að forðast það, en ég sá því miður endann þegar ég hélt að því væri lokið.
Btw, ég hafði ekki geð í mér að horfa á hina viðbjóðslegu aftöku á Saddam Hussain og tel þá sem slefa yfir því ógeðslega nekrófíla.

Ljóðið, Til minningar fyrir friði
eftir kvikmyndasýningu fórnarlamba stríðsins
18. mars 2006
má nálgast hér og ég held að það lýsi nokkuð vel minni afstöðu og tilfinningum til stríðsins.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína - í Norræna húsinu, miðvikudaginn 21. mars, kl. 20:00

17.03.2007 Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. mars, klukkan 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og verður stjórn félagsins fyrir komandi starfsár kjörinn. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdarstjóri Amnesty International, greinir frá starfi IA gagnvart Ísrael og Palestínu, Petter Winnberg (Hjálmar / Petter & The Pix) flytur nokkur lög og Ingólfur Gíslason (Nýhil) les ljóð.

Dagskrá
- Ávarp: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir mannfræðingur, framkvæmdastjóri Amnesty International greinir frá starfi AI gagnvart Ísrael og Palestínu.
- Petter Winnberg úr reggí sveitinni Hjálmar og Petter & The Pix leikur nokkur lög
- Skáld úr röðum nýhilista, Ingólfur Gíslason les ljóð
- Venjuleg aðalfundarstörf.

Á fundinum verður lögð fram lagabreytingartillaga af hálfu stjórnar um fjölgun úr 5 í 7 stjórnarmenn, auk tveggja varamanna.

Ný stjórn kjörinn
Á fundinum verður stjórn félagsins fyrir komandi starfsár kjörinn - og viljum við hvetja meðlimi í félaginu, nýja sem gamla - yngri sem eldri, til að að bjóða sig fram í stjórn. Það vantar alltaf gott fólk í ábyrgðarstörf fyrir félagið.

Skorað er á félaga að fjölmenna á fundinn. Allir eru velkomnir.

Stjórnin

(copy-paste-að af heimasíðu félagsins)

mánudagur, mars 19, 2007

Fjöll

Mín fjöll eru blá
mín fjöll eru hvít
lífsins fjöll
við dauðans haf.

Mín fjöll
eru sannleikans fjöll
blátt grjót
hvítur snjór.

Mín fjöll standa
þegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.



-- Jóhannes úr Kötlum, Sjödægra, 1955.

föstudagur, mars 16, 2007

Daily Show: Bush: ¿Donde Esta?

fimmtudagur, mars 15, 2007

Óljóð

Á þessari rímlausu skeggöld
Þegar strútar stinga höfðinu niður í sprengisand
og mörgæsir fljúga gegnum nálaraugað
þegar kyrtilskrýddur fóðurmeistari
vélmjólkar aumingja búkollu gömlu
Þegar barnið er framleitt í tilraunaglasi
Þegar náðarmeðulin eru orðin togleður og hanastél
sálin þota hjartað kafbátur
Hvernig skal þá ljóð kveða


Þér hafið heyrt að einn segir
ljóð skal vera rímað heilsteypt myndríkt
gætt ljúfri hrynjandi
þér hafið heyrt að annar segir
ljóð skal not mean but be vera sjálfu sér nóg
þér hafið heyrt að sá þriðji segir
ljóð skal vera slíkur helgidómur að komandi
kynslóðir geymi það í eldtraustum skáp að
minnsta kosti í þúsund ár


en vér lifum á erfiðum tímun
vor gamli veruleiki er að leysast upp í skothríð
ósýnilegra frumeinda
vér erum blásnir út í hlægilegar stærðir
oss er hnoðað saman í grátlegar smæðir
og svo er ráðgert að kveikja í öllu saman


hver var að tala um náttúrufegurð
hver var að tala um lífgrös dalanna víðerni
kjalar hátign goðalands
hver var að tala um listaverk
hver var að tala um heimsljósið reginsundið
helreiðina
vitið þér ekki mínir elskanlegu að það er setið
á svikráðum við þetta allt


kannski er hægt að ríma saman já og nei
kannski er hægt að skapa myndheild úr ringulreið
kannski er hægt að gæða djöfullegustu pyndingar
ljúfri hrynjandi
en hvern gleður hin sjálfumnæga verund ljóðsins
þegar sprengjan hefur breytt jörð og mannkyni í
einn logandi hvell


veit ég vel að eitt sinn skal hver deyja
þetta er ekki hinn sjálfhverfi ótti við
persónulegan aldurtila
ég er ekki hræddur ég er hryggur og reiður
þetta eru mótmæli þetta er krafa
ég mótmæli því að jörðin sé gerð að leikhnetti
ábyrgðarlausra svefngengla
ég krefst þess að vökumenn slái trumbur


og þér ungu skáld hví vantreystið þér orðinu
hví er vitund yðar í feluleik af ótta við
gengishrun og gjaldþrot
er ekki kominn tími til að leita í grasinu
eða eru myntfalsararnir búnir að gleypa hinar
gullnu töflur
erum vér þá að verða að mállausum betlurum
og vor hrímhvíta móðir að skækju


æ fyrirgefið ég gleymdi að kjarnorkuljóð verður
einungis skynjað að vetnislist fáum vér
eigi skilið’ í þessu lífi
vér megum ekki meina neitt með því að vera
markmið er einfeldni boðskapur móðgun
nei þá er betra að fremja sjálfsmorð þegjandi
og hljóðalaust


ég hlýt því að bjóða yður togleður og hanastél
skjóta þotunni upp í yfirvitundina
sökkva kafbátnum niður í undirvitundina
unz allur tilgangur er úr sögunni
unz berskjaldað lífið og tæknibrynjaður dauðinn
sættast á eilífa þögn
og fortíð og nútíð og framtíð mætast í hinu
óskiljanlega núlli



--Jóhannes úr Kötlum, Óljóð, 1962

Viðbót 15. janúar

Af tilvísanaskjalinu er þetta að segja: "Windows does not accept this file".

*groan...*

miðvikudagur, mars 14, 2007

Einar og tölvuruslið, pars secundus: Veslings litli ég...

Ég hata heimatölvuruslið ástríðufullu hatri, alltaf skal hún vera jafn fokkd-öpp. Ég á að skila ritgerð á miðnætti og allt er á afturfótunum. Netið í óreiðu og skjal tapað. Get ekki opnað þetta, get ekki opnað hitt. Þetta frýs, hitt líka, þetta tapast, annað er hægara en snigill etc. etc. Helvítis fokkíng djöfuls vítamaskína getur þetta verið.
Ég er þegar búinn að öskra mig hásan á apparatið og sötra nú Melrose-te til að jafna mig og róa taugarnar. Ég sendi mömmu sms áðan með þessum orðum: "Mamma, lof mér að mölva tölvuruslið með sleggju. Plís." Hún vildi ekki veita mér þá bón. Life isn't fair.

*Væl*....

ps Var ég búinn að naefna hvað ég hata þessa tölvu?

Lög dagsins: The Good Son og Lucy af plötunni The Good Son Nick Cave & The Bad Seeds.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Varúð: Morðóði palestínski tuskukjúklingurinn snýr aftur!

Var að rökræða/þrefa við kunningja minn áðan um Palestínu. Þennan hef ég jafnan talið hann góðan dreng þó ég teldi hann á alvarlegum villigötum pólitískt séð, og fremur óupplýstan. Við erum vægast sagt á öndverðum meiði pólítískt, stundum finnst mér nánast eins og værum við af sínum hvorum hnettinum. Maorgunblaðsmann, hefði Þórbergur eflaust kallað það. Téður kunningi hélt því altént fram að skólabækur Palestínumanna hvettu til haturs og rasisma og að í sjónvarpsefni þeirra fyrir börn væri hvatt til víga, og vísaði til “ríkissjónvarps þeirra”. Önnur brún mín lyftist en hin seig við þessi orð, sérstaklega þar sem mér var í minni þegar Karen Koning AbuZayd, forstöðukona UNRWA hafði svarað að hann færi með rangt mál þegar hann kom með svipaðar yfirlýsingar eftir fyrirlesturinn um palestínska flóttamenn. Enn fremur benti ég á að Palestínumenn eigi sér ekki ríki (jámm, kann að hljóma skondið, komandi frá mér) en hann segir það á vegum heimastjórnarinnar. Ég var svona ekki alveg viss um hvað hann var að tala, en kíki á heimasíðu Palestinian Satellite Channel Broadcast, skyldi hann eiga við þá stöð. Ekki varð ég var við neinn terroristaáróður þar, en kíkti svo á youtube. Eigi kunningi minn við þetta myndband, þá held ég nú að það sé varla frekari orðum eyðandi á trúverðugleika þess. Sérstaklega eftir að hafa áður skoðað ámóta umfjallanir “Palestine Media Watch” um Palestínu. En, þúst, þið getið dæmt fyrir ykkur sjálf... :Þ

Já, og fyrir ykkur sem ekki vissuð: Palestínumenn elda líka skyndibita úr börnum.“Instant-infant”, kalla þeir það.

sunnudagur, mars 11, 2007

Óravíddir Tómasar majórs

David Bowie: Space Oddity


David Bowie: Ashes To Ashes

þriðjudagur, mars 06, 2007

Feliz Cumpleaños, Gabriel García Márquez!



Skáldjöfurinn Gabriel García Márquez varð áttræður í gær. Ég óska honum hjartanlega til hamingju með afmælið.
- Skyldi hann nú vera að lesa þetta...
Í ár eru eins liðin 40 ár frá því að hann gaf út fyrstu skáldsöguna sína, 100 ára einsemd. Hana las ég 2004 og skipaði hún sér fljótt meðal eftirlætis bókanna minna. Aðrar bækur hans bíða svo enn lesturs.

Ætli maður kíki ekki annars á þessa fyrirlestra:


8. mars: Palestínskir flóttamenn - raunveruleiki og valmöguleikar

9. mars: Ísraelar og Palestínumenn: Valkostir Ísraels

mánudagur, mars 05, 2007

Opinn fundur Félagsins Ísland-Palestína

Ég bendi áhugasömum á opinn fund Félagsins Ísland-Palestína í Friðarhúsinu, miðvikudaginn 7. mars kl. 8. Allir eru velkomnir. Sjálfur kemst ég því miður ekki, en hefði feginn viljað vera á fundinum. Dagskráin er svohljóðandi:

- Egill Bjarnason segir frá nýlegri ferð sinni til Palestínu og sjálfboðavinnu sinni á herteknu svæðunum í málum og myndum.
- Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu um dvöl sína í Palestínu síðustu jól og ástandið á svæðinu í dag.
- Sófakynslóðin sýnd, en hér er á ferðinni ný heimildarmynd um aktivisma ungs fólks þar sem m.a. er fjallað um starfsemi Félagsins Ísland-Palestína.

Fólki er svo alltaf velkomið að ganga í félagið og/eða styðja Neyðarsöfnun fyrir Palestínu.

Frekari upplýsingar:

Félagið Ísland-Palestína

Egill Bjarnason bloggar frá Palestínu

Um Sófakynslóðina

sunnudagur, mars 04, 2007

Játning

Ég er haldinn alvarlegri internetfíkn og þjáist af sleni. Sérlega er youtube-fíknin á alvarlegu stigi. Ég hef nýtt lesvikuna illa hvað varðar nám og hrýs hugur þegar ég horfi á allt sem ég þarf að vinna upp. Nú er því aðeins eitt að gera, spýta í lófana, og hrista af sér slenið: Reyna að halda sér að verki. Þetta verða því vísast til annasamir dagar á næstunni, takist mér að fylgja áætlun. Eins þarf ég að fara að hreyfa mig meira, svo ég breytist ekki í sveskju.* Borða meira af hollu fæði, taka lýsi og vítamín. Ég hugsa líka að ég drekki minna magn af öli á tyllidögum og fái mér sjaldnar öl á virkum dögum. Ég hugsa allav. að ég ætti fremur að reyna að vinna fyrir því. Ég fer þó alltént á forsýningu 300 á miðvikudaginn.
Hvers vegna er ekki hópur á Íslandi sem veitir aðstoð við youtube-fíkn, svona svipað og AA-samtökin?


*orðalag sem faðir minn notar gjarnan

laugardagur, mars 03, 2007

Ég brá mér á fyrirtaks fyrirlestur hjá Magnúsi Þorkatli* Bernharðssyni um ástandið í Írak fyrir nokkrum dögum. Hann var líka svo vænn að senda mér powerpoint-punktana og mælti með ýmsum góðum bókum sem horfðu á mismunandi þætti sem varða Írak.

Magnús þykir mér afbragðs fyrirlesari, en nú hef ég setið nokkra fyrirlestra hans og þykir það forréttindi að komast á fyrirlestra hjá honum, enda er hann einn helsti sérfræðingur Íslendinga í Mið-Austurlöndum, en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Hann hefur gríðarlega þekkingu, vekur áhuga manns, veitir manni ný sjónarhorn og setur hlutina fram á greinagóðan hátt. Umræðurnar verða líka ofast áhugaverðar að lestri loknum, en það angraði mig nokkuð hvernig sumir „spyrjendur“ voru fremur að halda ræður og/eða besserwisserast, og tóku ekki tillit til allra hina sem voru á eftir þeim í röðinni. Vésteinn lánaði mér Píslarvotta nútímans og ég er líka forvitinn að lesa Reclaiming A Plundered Past. Mér þótti grábölvað að heyra að ég hefði misst af námskeiðinu sem Magnús var með, síðasti tíminn var þá daginn eftir.

Ég fékk annars bréf um daginn. Það var frá Zíon-Vinum Ísraels og innhélt þrjú eintök af Ísraelsfréttum. Eitt tölublaðið höfðu þeir áður sent mér. Nú man ég ekki til þess að hafa óskað eftir áskrift að blaðinu, en sýnist að eftir síðasta bréf, sem kom í kjölfar greinarinnar sem ég skrifaði í Moggann um ástandið á Gaza, hafi þeir um leið gert mig að áskrifanda að mér forspurðum.

Stuttu seinna hef ég fengið tvö rasista-e-mail, sem eru að reyna að sannfæra mig um illsku Islam. Grunar að það sé í einhverjum tengslum við bréfasendinguna.

Ég fékk líka áðan undarlegt símtal. Þegar ég svaraði heyrðist dimmur vélrænn ómur, svo ég álykta að annaðhvort hafi verið eitthvað að sambandinu eða að þetta hafi verið öfuguggavélmenni.

...and now for something completely different: Lag dagsins að þessu sinni er The Stealer með Free. Ég mæli með því að það sé spilað á góðum styrk.


*Ég kýs að beygja nafnið "Þorkell" eins og í Gísla sögu, hvenær sem ég fæ tækifæri til. Andaktungssérviska.

„Þegar byltingin kemur...“

Ökulag vissrar manntegundar er að gera mig brjálaðan. Það er manntegundin sem hægir ekki á bifreiðinni þó maður sé kominn hálfa leið yfir götuna.
Ég hef lent í því óþyrmilega oft á undanförnum dögum að ég hef verið lagður af stað yfir götuna, bíllinn brunar að, hægir ekki og ég á fótum mínum fjör að launa. Oftar en einu sinni hefur munað minnstu að ekið væri á mig. Í eitt tæpasta skiptið glotti karlhelvítið meira að segja framan í mig, sjálfumglaður á svip, rétt eins og hann væri stoltur af því að hafa nánast ekið mig niður, eða að honum þætti þetta alveg óstjórnlega fyndið.
Þegar byltingin kemur verður þessu hyski fyrst skellt upp að veggnum.
Hasta la victoria sempre! Libertad par los pedestrianos!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.