þriðjudagur, mars 06, 2007

Feliz Cumpleaños, Gabriel García Márquez!



Skáldjöfurinn Gabriel García Márquez varð áttræður í gær. Ég óska honum hjartanlega til hamingju með afmælið.
- Skyldi hann nú vera að lesa þetta...
Í ár eru eins liðin 40 ár frá því að hann gaf út fyrstu skáldsöguna sína, 100 ára einsemd. Hana las ég 2004 og skipaði hún sér fljótt meðal eftirlætis bókanna minna. Aðrar bækur hans bíða svo enn lesturs.

Ætli maður kíki ekki annars á þessa fyrirlestra:


8. mars: Palestínskir flóttamenn - raunveruleiki og valmöguleikar

9. mars: Ísraelar og Palestínumenn: Valkostir Ísraels

3 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Las einmitt eina stutta eftir hann bara núna um helgina, Um ástina og annan fjára.

Hún var góð. Hugljúf og grimm.

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Ætli Márquez kunni islensku?

Einar Steinn sagði...

Tja, aldrei að vita. Hann myndi allav. skilja fyrirsögnina. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.