Réttarhöld hafin í Guantanamo
„Það kom mjög á óvart að Hicks lýsti sig sekan og það hefur að öllum líkindum í för með sér vægari refsingu.“
Hverjum ætti það að koma á óvart? Ef ég væri pyntaður nógu lengi myndi ég eflaust enda á að ásaka ömmu mína um að hafa komið af stað Móðuharðindunum.
„Mannréttindasamtökin Amnesty kalla réttarhöldin sýndarréttarhöld og krefjast þess að venjulegir dómstólar rétti í málum fanganna.“
Enda ERU þetta sýndarréttarhöld. Hvaða skynibornu veru kemur til hugar að fangar í Guantanamo fái réttláta málsmeðferð á stað þar sem forstöðumenn sem skeina sér á mannréttindum og unnið er kerfisbundið að því að brjóta menn niður og svipta þá allri reisn?
Það er ekki minnsta mark takandi á „játningum“ sem fengnar eru með pyntingum. Pyntingar eru viðbjóðslegar og bera aðeins vott um hrottaskap þeirra sem stunda og fyrirskipa þær.
Á laugardaginn ritaði bróðir minn ágætis færslu um pyntingar, aftökur, hið meinta „stríð gegn hryðjuverkum“ og viðhorf sín gagvart þessu. Mæli með því að þið lesið hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli