„Þegar byltingin kemur...“
Ökulag vissrar manntegundar er að gera mig brjálaðan. Það er manntegundin sem hægir ekki á bifreiðinni þó maður sé kominn hálfa leið yfir götuna.
Ég hef lent í því óþyrmilega oft á undanförnum dögum að ég hef verið lagður af stað yfir götuna, bíllinn brunar að, hægir ekki og ég á fótum mínum fjör að launa. Oftar en einu sinni hefur munað minnstu að ekið væri á mig. Í eitt tæpasta skiptið glotti karlhelvítið meira að segja framan í mig, sjálfumglaður á svip, rétt eins og hann væri stoltur af því að hafa nánast ekið mig niður, eða að honum þætti þetta alveg óstjórnlega fyndið.
Þegar byltingin kemur verður þessu hyski fyrst skellt upp að veggnum.
Hasta la victoria sempre! Libertad par los pedestrianos!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli