Ruslpóstur
Ruslpósturinn inniheldur oft áhugaverð bréf. Ég er til dæmis alltaf að fá tilboð um hjálp til að stækka reðrið mitt.Ég er snortinn af hugulseminni. Þúst... hvernig vissu þeir?
Ýmsir bankastarfsmenn frá Ouagadougu, sem er höfuðborg Burkina Faso (Hah! 'Bet you didn't know that!), t.am. herra Ahmadi Zongo, herra Ali Zongo (hmm, ætli þeir séu bræður?) herra Oumari Seni og herra Ali Zidu eru líka í sífellu að biðja mig um hjálp með að millifæra peninga, þetta verður að vera leynilegt og helst að gerast sem fyrst. Þegar ferlinu er lokið verð ég víst obboðslega ríkur.
Svo er ég líka alltaf að vinna í happdrættum sem ég skráði mig ekkert í. Ég þarf bara að gefa ítarlegar upplýsingar um mig og þá bíður mín böns of monní. Heppinn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli