þriðjudagur, mars 13, 2007

Varúð: Morðóði palestínski tuskukjúklingurinn snýr aftur!

Var að rökræða/þrefa við kunningja minn áðan um Palestínu. Þennan hef ég jafnan talið hann góðan dreng þó ég teldi hann á alvarlegum villigötum pólitískt séð, og fremur óupplýstan. Við erum vægast sagt á öndverðum meiði pólítískt, stundum finnst mér nánast eins og værum við af sínum hvorum hnettinum. Maorgunblaðsmann, hefði Þórbergur eflaust kallað það. Téður kunningi hélt því altént fram að skólabækur Palestínumanna hvettu til haturs og rasisma og að í sjónvarpsefni þeirra fyrir börn væri hvatt til víga, og vísaði til “ríkissjónvarps þeirra”. Önnur brún mín lyftist en hin seig við þessi orð, sérstaklega þar sem mér var í minni þegar Karen Koning AbuZayd, forstöðukona UNRWA hafði svarað að hann færi með rangt mál þegar hann kom með svipaðar yfirlýsingar eftir fyrirlesturinn um palestínska flóttamenn. Enn fremur benti ég á að Palestínumenn eigi sér ekki ríki (jámm, kann að hljóma skondið, komandi frá mér) en hann segir það á vegum heimastjórnarinnar. Ég var svona ekki alveg viss um hvað hann var að tala, en kíki á heimasíðu Palestinian Satellite Channel Broadcast, skyldi hann eiga við þá stöð. Ekki varð ég var við neinn terroristaáróður þar, en kíkti svo á youtube. Eigi kunningi minn við þetta myndband, þá held ég nú að það sé varla frekari orðum eyðandi á trúverðugleika þess. Sérstaklega eftir að hafa áður skoðað ámóta umfjallanir “Palestine Media Watch” um Palestínu. En, þúst, þið getið dæmt fyrir ykkur sjálf... :Þ

Já, og fyrir ykkur sem ekki vissuð: Palestínumenn elda líka skyndibita úr börnum.“Instant-infant”, kalla þeir það.

3 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Þó verð ég að þakka fyrir: Þetta gaf mér hugmynd að sögu í Ritlist.

HieronymusP sagði...

Smá off tópík, miðað við hversu mikið þú metur the Daily Show, vissirðu að FOX er komin með sína eigin útgáfu: The 1/2 hour news hour?

http://www.youtube.com/watch?v=U5CL8SbPRVc

http://www.youtube.com/watch?v=0rU78_d8UEQ

Tjah...

Einar Steinn sagði...

Holy cow, talk about giving The Daily Show a bitch-slap!

...or perhaps not. :Þ

"Tjah..." lýsir líka mínu viðhorfi ágætlega...

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.