Einar og tölvuruslið, pars secundus: Veslings litli ég...
Ég hata heimatölvuruslið ástríðufullu hatri, alltaf skal hún vera jafn fokkd-öpp. Ég á að skila ritgerð á miðnætti og allt er á afturfótunum. Netið í óreiðu og skjal tapað. Get ekki opnað þetta, get ekki opnað hitt. Þetta frýs, hitt líka, þetta tapast, annað er hægara en snigill etc. etc. Helvítis fokkíng djöfuls vítamaskína getur þetta verið.
Ég er þegar búinn að öskra mig hásan á apparatið og sötra nú Melrose-te til að jafna mig og róa taugarnar. Ég sendi mömmu sms áðan með þessum orðum: "Mamma, lof mér að mölva tölvuruslið með sleggju. Plís." Hún vildi ekki veita mér þá bón. Life isn't fair.
*Væl*....
ps Var ég búinn að naefna hvað ég hata þessa tölvu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli