miðvikudagur, mars 21, 2007

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína - í Norræna húsinu, miðvikudaginn 21. mars, kl. 20:00

17.03.2007 Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. mars, klukkan 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og verður stjórn félagsins fyrir komandi starfsár kjörinn. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdarstjóri Amnesty International, greinir frá starfi IA gagnvart Ísrael og Palestínu, Petter Winnberg (Hjálmar / Petter & The Pix) flytur nokkur lög og Ingólfur Gíslason (Nýhil) les ljóð.

Dagskrá
- Ávarp: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir mannfræðingur, framkvæmdastjóri Amnesty International greinir frá starfi AI gagnvart Ísrael og Palestínu.
- Petter Winnberg úr reggí sveitinni Hjálmar og Petter & The Pix leikur nokkur lög
- Skáld úr röðum nýhilista, Ingólfur Gíslason les ljóð
- Venjuleg aðalfundarstörf.

Á fundinum verður lögð fram lagabreytingartillaga af hálfu stjórnar um fjölgun úr 5 í 7 stjórnarmenn, auk tveggja varamanna.

Ný stjórn kjörinn
Á fundinum verður stjórn félagsins fyrir komandi starfsár kjörinn - og viljum við hvetja meðlimi í félaginu, nýja sem gamla - yngri sem eldri, til að að bjóða sig fram í stjórn. Það vantar alltaf gott fólk í ábyrgðarstörf fyrir félagið.

Skorað er á félaga að fjölmenna á fundinn. Allir eru velkomnir.

Stjórnin

(copy-paste-að af heimasíðu félagsins)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.