Opinn fundur Félagsins Ísland-Palestína
Ég bendi áhugasömum á opinn fund Félagsins Ísland-Palestína í Friðarhúsinu, miðvikudaginn 7. mars kl. 8. Allir eru velkomnir. Sjálfur kemst ég því miður ekki, en hefði feginn viljað vera á fundinum. Dagskráin er svohljóðandi:
- Egill Bjarnason segir frá nýlegri ferð sinni til Palestínu og sjálfboðavinnu sinni á herteknu svæðunum í málum og myndum.
- Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu um dvöl sína í Palestínu síðustu jól og ástandið á svæðinu í dag.
- Sófakynslóðin sýnd, en hér er á ferðinni ný heimildarmynd um aktivisma ungs fólks þar sem m.a. er fjallað um starfsemi Félagsins Ísland-Palestína.
Fólki er svo alltaf velkomið að ganga í félagið og/eða styðja Neyðarsöfnun fyrir Palestínu.
Frekari upplýsingar:
Félagið Ísland-Palestína
Egill Bjarnason bloggar frá Palestínu
Um Sófakynslóðina
Engin ummæli:
Skrifa ummæli