Þrennu ber að fagna:
Ég skilaði af mér með lokaritgerðinni í Ingmar Bergman. Á reyndar heimildaskrána og klára yfirferð á ritgerð bekkjarbróður. Þá bíður mín ritgerðin um Mein liebster Fiend fyrir heimildamyndir, sem ég á að skila 25. apríl. Ég er enn að bíða eftir bókinni um Klaus Kinski sem ég pantaði af netinu. ekki bætir úr skák að hún er á þýsku.
Hins vegar er Vésteinn bróðir loksins kominn heim. Er það vel.
Í þriðja lagi býðst mér að vera meðal gesta í e-um þætti á morgun og skilst að þar sé frír bjór í boði. Ekki amalegt, það. Svo á ég náttúrulega inni bjórsmökkun og ölkorf með Vésteini.
Tvö góð grínatriði:
Fry & Laurie - Mr. Burmie
George Carlin fjallar um 3 manngerðir
Uppfært 15. apríl kl. 00:12
Mismæli dagsins:
Ég: "Ég þarf að senda sjálfum mér greinina á sms, nei, hérna, DVD, nei... rtf."
Það er gott er að slappa af með Neil Young og The Rolling Stones á fóninum.
mánudagur, apríl 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli