miðvikudagur, apríl 30, 2008

"I think the phrase rhymes with 'clucking bell'..." -- Blackadder

Ég uppgötvaði mér til hrellingar í dag að prófið sem ég hef verið að læra fyrir, í kvikmyndasögu er ekki á morgun heldur á mánudag en heimildamyndaprófið er á morgun, sem ég er ekki byrjaður að læra fyrir. Minnti nefnilega að þetta væri öfugt og að heimildamyndirnar væru á mánudaginn.
T-Ý-P-Í-S-K-U-R É-G

Ég ræddi við kennarann minn og ég mun geta tekið endurtökupróf í ágúst, en stendur til boða að láta á þetta reyna núna. Ætli ég reyni það ekki en þá þarf ég sannarlega að læra eins og móðurserðir. Eða eins og Peaches orðaði það: Are the motherfuckers ready for the fatherfuckers? Are the fatherfuckers ready for the motherfuckers?.
Það verður því nóg að gera, enda gríðarmikið efni. Ekki síst erfitt að trunta sér í gegn um Bill "Tyrfing" Nichols.

Sem ég er að truntaðist við að læra fyrir próf í kvikmyndasögu (en það sóttist full hægt) rifjaðist upp fyrir mér kvikmynd sem ég heillaðist af í fyrra, þegar hún var sýnd á vegum japanska sendiráðsins og Japan Foundation í Norræna húsinu á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hún nefnist Nótt á vetrarbrautinni og er leikstýrt af Gisaburo Sugii. Ég má því til með að mæla heilshugar með þessu gullfallega meistaraverki við lesendur. Tveir vinir (í kattarlíki) halda í dularfulla ferð með lest út í geiminn og eins og komist er að orði á heimasíðu hátíðarinnar er þetta "falleg og tímalaus saga um lífið, dauðann, vináttu og missi". Myndin mun jafnframt byggja á einni vinsælustu barnabók japanskrar bókmenntasögu, sem ber sama nafn og er eftir Kenji Miyazawa. Ég veit ekki hversu auðvelt eða erfitt er að nálgast myndina hér heima, en mæli með Laugarásvídeó og Aðalvídeóleigunni.

Meira um hana hér.

Ég horfði líka á Cobra Verde eftir Werner Herzog og var hrifinn af henni. Sérstaklega er endasenan með þeim allra mögnuðustu endasenum sem ég hef séð í nokkurri kvikmynd, og þó víðar væri leitað. Þetta er jafnframt ein magnaðasta sena sem ég hef séð í Herzog-mynd eða Herzog/Kinski-mynd, og er þó af nógu að taka. Hún skipar sér á listann með t.d. endanum í Planet of the Apes. Sjáið endilega allar þrjár.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff...Einar Steinn, hef engin önnur orð að segja um þetta prófástand hjá þér.

Nóttin á vetrarbrautinni
Þetta var rosalega falleg og táknræn mynd um hvernig lífið er allt saman ein ferð, stundum ferðumst við saman, stundum skilja leiðir en við endum öll á einum fararstað eða öðrum. Fyrir utan það þá eru skilaboðin líka þau að lífið sé stutt og maður eigi að njóta þess á meðan maður getur.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.