þriðjudagur, apríl 01, 2008

The kindness of strangers...

Britney boðið hlutverk í London

Britney Spears hefur sumsé verið boðið að leika Blanche DuBois í A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Williams.

Kommon, er ekki í lagi???

Þetta fólk virðist vera með afar kaldhæðinn að ég segi ekki sjúkan húmor. Gálgahúmor, mætti segja. Plús það auðvitað að Britney Spears gæti ekki leikið þó henni væri borgað fyrir það, sem sannast best á því sem hún hefur leikið og verið borgað fyrir það. Vilji hún og annað frægt fólk leika væri kannski sterkur leikur að reyna að læra eitthvað í leiklist. “Hahahahíhíhíharrarrar, Britney notar nottla bara method-acting eins og Brando gerði í Streetcar, úff, djöfull erum við ógisslega fyndin!”.

Það er einfaldlega ógeðslegt að sparka í liggjandi manneskju. Helvítis nekrófílar, þarna.

Ég mæli með Southpark-þættinum um Britney-málið. Hann segir í raun allt sem segja þarf.

Í spilaranum: Punchdrunk Lovesick Singalong með Radiohead.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fékk nærri flog við að sjá taggið "Nekromantic" við þetta lag, en fattaði svo að það átti við myndbandið.

Einar Steinn sagði...

Jamm, ég spáði ekkert, í myndbandinu. Vildi bara deila góðu lagi. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.