Einbeittur brotavilji
Eins og mér þykir Græna ljósið teoretískt ómerkilegt (kvikmyndahússeigendur sem liggja á haug af myndum, láta flatneskjuna dynja á okkur allt árið um kring og henda svo nokkrum myndum í pakka og kalla það kvikmyndahátíð) þá eru ýmsar myndir á "hátíðinni" sem mér sýnist forvitnilegar. Þar á meðal tvær myndir frá Ísrael.
Sökum pólitískra skoðanna minna og andstöðu við hernám Israela á Palestínumönnum, kúgun og mannréttindabrot, þá hef ég kosið að sniðganga ísraelskar vörur í lengstu lög, alltént að sniðganga fjárhagslega, nema að ég viti að aðstandendur séu andstæðir hernáminu og gagnrýnir á það.
Oft fær maður smá slæma samvisku af ólöglegu dánlódi. Sjaldan mun ég geta dánlódað mynd með jafn góðri samvisku og núna. Uppfylli hún hins vegar fyrrnefnd skilyrði fyrir greiðslu, mun ég verða við henni. Ég hvet lesendur sem eru áhugasamir um myndirnar til að fara að því dæmi.
Djöfull er annars orðið hunddýrt í bíó. Blessunarlega fæ ég 2 miða á verði eins á Græna ljóss-myndirnar sem félagi í Rýni, félagi kvikmyndafræðinema við H.Í.
Uppfært föstudaginn 11. apríl kl 01:36
Hvernig væri svo að kvikmyndahúsin færu t.d. að sýna einhverjar skandinavískar myndir? Sé það ekki Lars von Trier þá er ekki séns myndin rati hingað öðruvísi en í besta falli á kvikmyndahátíð. Jórunn systir er t.d. gáttuð á því Sä som i himmelen hefur tialdrei verið sýnd í kvikmyndahúsi hérlendis.
2 ummæli:
Thad er s.s O.K ad stela fra theim sem madur er ekki sammala?
Af áðurgreindum ástæðum finnst mér það í himnalagi. Sbr. fyrirsögn.
Þetta er ekki spurning um sammála eða ósammála. Þett er spurning um grundvallarmannréttindi og hvar menn standa gagnvart þeim. Séu menn ekki tilbúnir til að andmæla mannréttindabrotum en kóa með þeim með þögn sinni, þá hafa þeir litla samúð mína.
Skrifa ummæli