laugardagur, apríl 05, 2008

Hey, you wanna hear the most annoying sound in the world?*

Ég hef kynnst því hjá öðrum Bítlaaðdáendum hveru gjarnt er að þeim sé í nöp við Yoko Ono. Lengi vel hefur mér þótt skítkastið út í hana vera full hart og minna mig á hvernig íslendingar argnúuðust út í Tyrkja-Guddu og að Yoko væri gerður samnefnari fyrir alla misklíð hjá Bítlunum og gerð að grýlu.
Eftir að hafa hlustað á þessa upptöku þá er ég ekki jafn viss:



Sjitt, hvað voru þau að reykja (réttara væri hvað voru þau EKKI að reykja?)? Ég hef heyrt yndislegri hljóð í steypubor. Revolution nr. 9 er eins og Agnus Dei í Requiem eftir Fauré í samanburði. Hvað var Lennon að hugsa? Var hann virkilega að fíla þetta eða var hann svona eins og foreldrar barns í Susuki-skólanum sem sargar á fiðlu eins og hún væri sög, en reyna að halda andliti vegna þess að þetta er elsku litla sæta barnið þeirra sem er að spila?

Þetta minnti mig jafnframt á eftirfarandi senu úr Dumb and Dumber. Að mínu mati er þetta meira að segja meira pirrandi heldur en þessir ágætu félagar, og fjandakornið fyndnara líka, með fullri virðingu fyrir þessari ágætu mynd.

.

* Lloyd í Dumb and Dumber

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.