sunnudagur, apríl 20, 2008

Viva il Comunismo e la Liberta!

Tók þetta pólitíska próf á netinu og reynist ég vera vinstra megin við lóðrétta ásinn og fyrir neðan þann lárétta. Samkvæmt prófinu er ég frjálslyndur sósíalisti social libertarian) og held ég að sú skilgreining sé ekki fjarri lagi. Frægir menn sem skipaðir hafa verið í þann flokk eru Ghandi, Dalai Lhama og Nelson Mandela. Samkvæmt ásnum virðist Dalai Lhama ámóta frjálslyndur og ég en ég vera vinstrisinnaðri en hann og um leið frjálslyndari og vinstrisinnaðri en Mandela. Mamoud Abbas lenti í authoritarian left og það gerði Joseph Ratzinger, a.k.a. Benedikt páfi XVI líka. Romano Prodi, José Zapatero, Ehud Olmert, Nichlas Zarkosi, Silvio Berlusconi, Gordon Brown, Jose Maria Aznar, George W. Bush og Angela Merkel voru öll í hópi authoritarian left. Merkilegt nokk sá ég engan í hópi libertarian right.

Niðurstöðuna má sjá hér:



Lög dagsins:Hallowed Be Thy Name með Iron Maiden, af plötunni The Number of The Beast, Melancholy með Iced Earth og

Love you to Death með Type O Negative



Ég átti einu sinni bol með sömu mynd og fylgir Hallowed Be Thy Name (þ.e. Bruce Dickinson rekinn í gegn með þríforki af Eddie í djöfulsmynd), en hann keypti ég á Wacken árið 2001. Hann endaði með því að rifna og man ég ekki betur en að mig að bolurinn hafi sungið sitt síðasta á Iron Maiden-tónleikunum í Egilshöll. Hann var hálf rifinn í sundur svo ég fór bara alla leið með það, Hulk Hogan-style. Verður það að teljast glæsilegur og viðeigandi endir fyrir bol þennan sem hafði þjóðnað mér vel og lengi. Mér þótti hann nógu töff til að ég kynni að fá mér annan sams konar.

Ég fylgdi líka ráði Mokka á blogginu hennar, og hef legið yfir myndböndum með Ný Dönsk. Nánar tiltekið eru það Nostradamus, Frelsið, Alelda og Horfðu til himins. Að sama skapi hef ég legið yfir Jet Black Joe myndböndum;Higher and Higher, Never Mind, Fallin' og Big Fat Stone. Allt saman gott stöff.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.