fimmtudagur, apríl 17, 2008

Nýr dagur...

Og ég er að fara í háttinn. Þið sem lesið þetta í dagrenningu; Það er til margt verra en að byrja daginn með World Shut Your Mouth með Julian Cope. Þessi míkrófónstandur er líka alveg að gera sig.

Mun statististastastast um tíuleitið fyrir Spaugstofuna, sýnist að ég muni verða múmía. It's the part I was born to play, baby! Hver sem hefur séð mig snemma morguns, nú, eða eftir ærlegt fyllerí getur staðfest það. Þátturinn verður á laugardaginn. Boris Karloff, hvað?

Bjórsmökkun hjá Vésteini í gær, ásamt Rósu, Söru, Eyjó og Bessa, þar sem færeyskt öl var korfað. Það var aukin heldur nokkur huggun harmi gegn, því ég hafði komið nógu seint sem áhorfandi í Svalbarða til þess að allar veitingarnar (þá ekki síst bjórinn) væru búnar. Sérlega skondið að sjá myndband af bróa og Erpi þar sem báðir fleppuðu kjeppzarnir eru alveg halaðir á balanum. Meðal íþrótta sem iðkaðar voru það kvöldið voru shakeskin-myndatökur (immer gleich schön), þar sem Bessi átti vinninginn, og leit út eins og Fílamaðurinn, en við bræður fylgdum fast á eftir og mun ég reyna að skella mínum hér inn við fyrsta tækifæri. Sömuleiðis ánægjulegt kvöld með Vésteini, Rósu, þeim gömlu og ömmu í kvöld þar sem við fengum ferðasögu Rósu, Vésteins og Særósar frá Egyptalandi. Vésteinn og Rósa verða svo með fyrirlestur um friðarráðstefnuna sem þau sóttu þar í Friðarhúsinu í næstu viku.

Óhugnarlega stutt í ritgerð og próf. Lars Göran virðist annars mjög ánægður með Bergman-ritgerðina mína um Edvard Vergerus i Fanny och Alexander og séra Tomas Ericsson í Nattvardsgästerna, sem ég gaf nafnið "Reach out and touch faith" í höfuðið á laginu Personal Jesus með Depeche Mode af plötunni Violator, og virtist hún almennt leggjast vel í fólk. Það þykir mér vænt um. Þetta er búinn að vera afar skemmtilegur og áhugaverður kúrs.

Kristín Svava skrifar góða grein um Jóhannes úr Kötlum á Hugsandi. "Fáeinir óreiðukenndir kaflar um Jóhannes úr Kötlum og brjóstvit alþýðunnar" nefnist hún.

2 ummæli:

dósi sagði...

KOMMÚNISTAR

Einar Steinn sagði...

Jóhannes úr Kötlum var sósíalisti. Við erum öll vinstrisinnuð. Hvað ertu að reyna að segja?

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.