"Hamas viðurkennir ekki Ísrael"
Eða því er haldið fram á forsíðu netmoggans.
Þessi fyrirsögn þykir mér misvísandi og til þess fallin að endurtaka gamla tuggu.Khaled Meshaal fer einfaldlega fram á meira en að væntanlegt Palestínuríki verði grundvallað á landamærunum 1967. Hann leggur sumsé einnig áherslu á rétt flóttamanna til að snúa aftur. Kolbrjáluð krafa, ekki satt? Að öðru leiti þá er þetta alveg í samræmi við það sem var nefnt í færslunni á undan. Hvernig ættu leiðtogar Palestínu að geta horft fram hjá rétti flóttamanna til að snúa aftur til Palestínu, rétti sem eru skýlaus mannréttindi þeirra samkvæmt alþjóðalögum. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 194 frá 11. desember 1948 var samþykkt að Palestínumenn hefðu rétt til að snúa til heimkynna sinna og alþjóðaþingið árið 1974 úrskurðaði sama þing það "skýlausan rétt" ("inalienable right") þeirra. Hins vegar virðast ályktanir alþjóðaþingsins ekki vera bindandi skv. alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn frá 1949 styður einnig rétt þeirra. Ályktun öryggissráðsins nr. 242 leggur áherslu á "mikilvægi þess að leysa flóttamannavandann". Alþjóðasáttmáli um borgaraleg og pólitísk réttindi kveður á um að "engan skuli svipta rétti sínum til að koma inn í sitt eigið land". Í kafla 13.2 í Mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna segir:"(1) Allir hafa rétt til að vera frjálsir ferða sinna innan landamæra hvers ríkis
(2) Allir hafa rétt til að yfirgefa hvaða ríki sem er, þar með talið þeirra eigið, og til að snúa aftur til heimalands síns."
Ísraelar neita Palestínumönnum um bæði.
Ég birti svo grein 49 í 4. Genfarsáttmálanum hér á ensku:
"Individual or mass forcible transfers, as well as deportations of protected persons from occupied territory to the territory of the Occupying Power or to that of any other country, occupied or not, are prohibited, regardless of their motive.
Nevertheless, the Occupying Power may undertake total or partial evacuation of a given area if the security of the population or imperative military reasons do demand. Such evacuations may not involve the displacement of protected persons outside the bounds of the occupied territory except when for material reasons it is impossible to avoid such displacement. Persons thus evacuated shall be transferred back to their homes as soon as hostilities in the area in question have ceased (leturbreyting mín).
The Occupying Power undertaking such transfers or evacuations shall ensure, to the greatest practicable extent, that proper accommodation is provided to receive the protected persons, that the removals are effected in satisfactory conditions of hygiene, health, safety and nutrition, and that members of the same family are not separated.
The Protecting Power shall be informed of any transfers and evacuations as soon as they have taken place.
The Occupying Power shall not detain protected persons in an area particularly exposed to the dangers of war unless the security of the population or imperative military reasons so demand.
The Occupying Power shall not deport or transfer parts of its own civilian population into the territory it occupies."
Hér má lesa sáttmálann í heild sinni.
Þið getið lesið nánar um rétt Palestínumanna til að snúa aftur til heimkynna sinna á Wikipediu. Það sem á eftir fylgir (á ensku) er tekið þaðan:
"Akram states that since 1948, the principles of the internationally binding right of return have been strengthened by their inclusion in numerous treaties, many of which bind Israel as a signatory. The right of return is expressly recognized in most international human rights instruments, including, Article 13.2 of the Universal Declaration of Human Rights (1948); Article 12.4 of the ICCPR; Article 5.d.ii of the CERD, 7 March 1966; Article VIII of the American Declaration of the Rights of Man, Organization of American States (OAS), Res. XXX, OAS Official Records, OEA ser. L/w/I.4 (1965), Article 22.5 of the American Convention on Human Rights, 1144 UNTS 123, 22 November 1969; Article 12.2 of the African Charter on Human and Peoples' Rights, 1981, 21 ILM 59, 1982; and Article 3.2 of Protocol 4 of the European Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, 213 UNTS 221, 1950."
...
Andaktungurinn mælir með kvikmyndinni Get Carter frá árinu 1971. Michael Caine hefur að mínu viti aldrei verið svalari. Ekki spillir frábær tónlist Roy Budd, ekki síst upphafsstefið. Ekki sjá endurgerðina. Hún sökkar. Andaktugurinn lætur hér fylgja byrjunarsenuna:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli