laugardagur, desember 08, 2007

Stiklur

Herregud, ég hef sjaldan eða aldrei vakað jafn mikið fyrir próf og fyrir heimaprófið núna. ég tók all-nighter á þetta og hafði alls vakað í ca. 42 klukkutíma þegar ég loks var fullbúinn. Rýndi svo stíftað gleymt mér var það, sjálft nafnið, eigið nafnið, að gleymt mér það varð það, sjálft nafnið. Tel þó að svörin mín hafi verið ágæt, sérstaklega í ljósi aðstæðna. Ég kunni líka vel að meta bækurnar og myndirnar sem ég fjallaði um; Nosferatu-myndirnar, The Turn Of The Screw eftir Henry James, M og kvikmyndina Stand By Me eftir Rob Reiner, byggða á skáldsögu Stephen King. Ég vil sérstaklega leggja áherslu á þá síðastnefndu, ég var að sjá í fyrsta skipti og var afar hrifinn. Eins var áhugavert að horfaáviðtalið við Stephen King, Rob Reiner og eftirligandi aðalleikara myndarinnar, en eins og mörgum er kunnugt lést River Phoenix ungur.
Eins og fram hefur komið er Nosferatu eftir Murnau ein uppáhalds myndin mín og Herzog kom mér skemmtilega á óvart með “virðingarvotti sínum” eða “frjálslegri útfærslu sinni”. Afar falleg og góð mynd mynd, rétt eins og Stand By Me. Drakúla var upp og ofan, oft mjög góður en stundum langdreginn. M er æðisleg. The Turn Of The Screw líka.

Nú er ég búinn að sofa í e-ð 7-9 tíma og á mikinn lestur fram undan. Fer í síðasta prófið mitt, Jane Austen, á mánudaginn. Á þriðjudaginn verða ritgerðarumræður í Ingmar Bergman og þá er ég búinn.


Tveir af uppáhalds tónistarmönnunum mínum áttu afmæli í gær. Ástkær amma mín sem var 89 ára og Tom Waits sem varð 58 ára.

Á þessum var svo annar eftirlætis tónlistarmaðurinn minn myrtur, John Lennon. Blessuð sé minning hans. Hef verið að hlusta mikið á safndsikinn með honum í dag og ætli ég skelli ekki Bítlunum e-ð á fóninn líka.

Ég hef svo verið að ylja mér við þetta:

Stand By Me með Ben E. King:



Hér flytur Tom Waits Silent Night (Heims um ból) og Christmas Card From A Hooker In Minneappolis:

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll vertu, ég rambaði inná þessa síðu í google leit minni um afkomendur Reynistaðabræðra. Er í kvikmyndaskólanum og er að skrifa handrit um þá. En allavega, vildi bara kvitta fyrir mig. Já og góð ljóðin eftir þig.

Einar Steinn sagði...

Gaman að heyra. Þakka þér fyrir það. Langar gjarnan að sjá afraksturinn. Familían lumar á ýmsum fróðleik um bræðurna, hugsa að amma sé einna fróðust.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.