fimmtudagur, desember 06, 2007

Grúnk...

Jæja, loksins er ég búinn með Drakúla og ritgerðarspurninguna um Nosferatu. Þarf að vinna í heimildaskránni fyrir hana. Sé hins vegar fram á að vaka nokkuð í nótt. Á eftir að klára The Turn Of the Screw eftir Henry James ( sem er alls ca. 126 síður) og skrifa um hana út frá draugahefð. Afar vel skrifuð saga en um leið er hún vægast sagt margræð. Þá þarf ég að horfa á 2 myndir (í raðmorðingjaspurningunni er ég að spá að taka M eftir Fritz Lang fyrir) og rita um þær, að ógleymdri heimildaskrá og mögulegum neðanmálsgreinum.
Þá bíða mín 3 skáldsögur Jane Austen fyrir mánudagsprófið.
Yrk!

Hef samhliða lestri hlustað á slatta af góðri tónlist. Tónlistina úr Almost Famous og Goodbye, Vietnam, Tom Waits og Nick Cave. Lag dagsins er Feel Flows með Beach Boys. Er sérlega hrifinn af rafmagnsgítarnum sem flautusólóið fylgir svo, og bassaleiknum, afar töff riff.


Viðbót 01:55:


Búinn að lesa bókina og þarf nú að glöggva mig á greinum og skrifa um hana. Svo eru myndirnar, þe.a.s. M og Stand By Me og skrifin um þau eftir. Ég er búinn að byrgja mig upp af kóki, kaffi og orkudrykkjum. Þetta verður löng nótt...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.