Tvær góðar greinar
Áhugaverð grein frá 14. nóvember eftir John Pilger: No Tears, No Remorse For The Fallen of Iraq.
Á meðan Bandaríkjamenn minntust fallina hermanna á Minningardaginn (Rememberance Day) var ekki minnst á Írak. Pilger fjallar í þessari grein um afneitunina gagnvart mannfallinu í Írak, um hvernig er verið að ræna landið, rústa heilbrigði þjóðarinnar og samfélaginu, um áróður og áætlanir um innrás í Íran.
Og talandi um Íran, þá mæli ég líka með stórgóðri grein Uri Avnery, How They Stole The Bomb From Us um meinta kjarnorkuógn Írana, hvernig sá hræðsluáróður sem nýst hefur stjórnvöldum stendur nú veikum fótum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli