föstudagur, desember 28, 2007

Radiohead - "The Tourist"



Þetta dásamlega lag er eflaust eftirlætis lagið mitt með Radiohead, að öðrum ólöstuðum. Árið 2001 held ég svo að það hafi verið, sem ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá Radiohead á tónleikum í Oxford, á litlum hól aðeins fyrir utan hið eiginlega tónleikasvæði í úrhellisrigningu. Auðvitað voru þeir æðislegir. Á þeim tíma þekkti ég þó aðeins Creep, sem þeir tóku. Hringdi meira að segja í Agga til Íslands til að leyfa honum að heyra. Það var hann sem kynnti mig fyrir Radiohead og stend ég í mikilli þakkarskuld fyrir. Sama má segja um fleri góðar sveitir sem hann kynnti mig fyrir, svo sem Tom Waits, Nick Cave, The Cure og Smashing Pumpkins.
Á þessum tíma var ég í hálfgerðri ástarsorg (eða ímó-ástarsorg allav.) yfir stúlku sem ég var yfir mig hrifinn af en hafði víst ekki manndóm í mér til að tjá henni hug minn. Í myndaði mér eflaust líka að hún myndi ekki líta mig sömu augum. Eins og margir unglingar fannst mér ég því geta samsamað mig nokkuð með laginu, þið vitið, "eins og það hefði verið samið með mig í huga" (*sniff*). Inn í þetta spilaði að ég var á enskuskóla og var eini Íslendingurinn, svo ég fílaði mig nokkuð utangarðs.
Í minningunni er ég nokkuð viss um að þeir hafi líka tekið Karma Police. Á þessum tónleikum hitaði Sigur Rós upp fyrir útvarpshöfuðin en ég missti af þeim. Átti svo auðvitað eftir að sjá Sigur Rós á tónleikum við önnur tækifæri. Hljómurinn á tónleikunum hefði getað heyrst til næsta bæjar (með smá ýkjum), ljósasjóvið var drullutöff og það var magnað að sjá hvernig Thom Yorke óð um sviðið og slammaði eins og tarfur í flagi.
Ég játa það að ég hef fyrst og fremst hlustað á OK Computer (eina platan sem ég á með þeim) og ann henni hugarástum. Ananrs eru það bara einstaka lög. Ég þarf að kynna mér betur aðrar plötur þeirra. Svo þarf ég auðvitað að drulla mér aftur á tónleika með þeim, væri alveg til í að fara út til að sjá þá. Áhugasamir ferðafélagar hafi samband, það má eflaust skipulegja eitthvað. :)
Nú, eða berjast fyrir því að þeir komi til Íslands.

PS Ég var SVONA nálægt því að geta hitt Phil Selway trymbil út á götu, til þes að... tjah... hmm... alla vega biðja hann um áritun, tjá honum aðdáun mína og, hmm.. ætli hann hefði fallist á að fá sér kollu með mér á vel völdum púbb? :)
Tom og Lizzet Meinhard, vinafólk fjölskyldunnar bjuggu sumsé í sömu fokking götu og hann þar til þau fluttu. ARG! Hársbreidd frá goðinu og sviptur því!
It ain't bloody fookin' fair!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úttekt á hinum plötunum handa þér:

Pablo Honey: Þeir reyndu að hafa hana hráa - og hrá hún er. Öll tekin live. Lagasmíðarnar eru flestar góðar, en útsetningarnar þeim mun verri.

The Bends: Fyrsta breakthrough platan. Frábær að einu lagi undanskildu, tvímælalaust fyrstu meðmæli.

Kid A: Allt öðruvísi og ekki allra. Mér finnst hún dásamleg, best ásamt OK og Bends, en þú gætir vilja tékka á öðrum plötum fyrst.

Amnesiac: Ekki jafn góð og Kid A, en að mörgu leyti svipuð, að ýmsu leyti ekki. Poppaðri, flóknari, auðveldari að komast inn í, og vel þess virði.

Hail to the Thief: Ekkert smá flykki, að mestu leyti gott stöff.

In Rainbows: Svakalega poppuð, hrikalega pródúseruð, en útsetningarnar magnaðar. Besta Radioheadlagið að mínu mati, Nude, er þarna. En platan er í meðallagi góð.

Svo er vel þess virði að kaupa smáskífuna My Iron Lung. Þar er aðeins titillagið af átta tekið af breiðskífu. Auk þess má þar finna acoustic útgáfa af Creep.

Þegar þetta er allt komið þarftu svo að sækja þér béhliðar á borð við Bishop's Robes, Banana Co o.fl. Allar upplýsingar um öll lög Radiohead má finna á www.greenplastic.com

Verði þér að listanum.

Nafnlaus sagði...

Tvennu gleymdi ég: Það eru b-hliðarnar af smáskífunni Airbag/How Am I Driving. Skífan er ófáanleg, en þú getur sótt stök lög gegnum Limewire, lög eins og A Reminder, Pearly, Meeting In The Aisle, Polyethylene parts 1 & 2, auk annarra.

Hitt sem ég gleymdi er Talk Show Host úr Romeo + Juliet. Það er skyldueign.

Einar Steinn sagði...

Kærar þakkir fyrir þetta. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.