miðvikudagur, desember 05, 2007

Ritgerðarskrif og styttingar

Ég er núna að skrifa ritgerðina um Nosferatu Werners Herzog og vampýruhefðina. Greini hana fyrst og fremst út frá Drakúla eftir Bram Stoker og kvimynd Murnau frá 1922.
Það hefur gutlað mikið á mér og ég er nánast búinn með ritgerðina.
Nema það að hún er allt of löng. Ég þarf að stytta hana. Guðni var mér sympatískur og ég reyni að stytti hana um svona 200 orð. Á þó eftir að koma 1-2 veigamiklum punktum að.

Ég haaaaaata að stytta ritgerðir. Ritgerðaskrifin sjálf eru oft ekkert mál þegar maður er kominn á flug. Ég á hins vegar mun erfiðara með að takmarka mig en að láta dæluna ganga (sem kunningjar mínir hafa kannski orðið varir við...). Mér finnst ég vængstýfður þegar ég þarf að hrófla við "meistaraverkunum" mínum. Eða eins og Mozart sagði í Amadeus: "But it's perfect as it is. I can't rewrite what's perfect." Þegar ég þarf að stytta svona finnst mér slitinn snar þáttur af sjálfum mér.

"Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift."
-- Þórbergur Þórðarson í Íslenskum aðli

Á þá þrjár aðrar spurningar eftir. Vil geta rubbað þessu af og byrjað á Turn of The Screw. Hún er blessunarlega stutt. Jafnrframt þarf ég að trunta mér í gegn um þrjár skáldsögur Jane Austen fyrir prófið á mánudag. Úff...

1 ummæli:

Vésteinn sagði...

Það er æðsta dyggð hins ritfæra manns að kunna að stytta mál sitt, eða að hafa það nógu skorinort í upphafi til þess að ekki þurfi að stytta það.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.