Fundurinn í gær var vel heppnaður. Heimildamyndin hans Sveins var sérstaklega áhugaverð, en til stendur að setja hana á youtube og varpa hlekk á hana á heimasíðu félagsins. Svo er aldrei að vita nema að reynt verði að koma henni víðar að, en þá þyrfti að snurfusa hana frekar.
Frjáls Palestína, málgagn félagsins er komið út. Ansi hreint veglegt blað, 24 síður. Ég á tþar m.a. grein, en hún brtist upphaflega í Lesbókinni28. júlí á þessu ári. Pínu skondið að myndin sem fylgdi með hér er 7 ára gömul pasamynd. Blessunarlega er ég fjallmyndalegri núna. ;) Auk þess þýddi ég greinina "Hinn Palestínski Mandela" eftir Uri Avnery fyrir blaðið.
Við fjölskyldan grínuðumst aðeins með það hversu mikið fjölskyldublað þetta er orðið. Vésteinn ritstýrir og á tvær greinar, Rósa er með viðtal, mamma skrifar grein og svo er það auðvitað undirritaður.
Búinn að ljúka við Ghost Story. Sem stendur truntast ég áfram í Drakúla og hlusta á Bone Machine með Tom Waits. Góð plata, það. Bubbi, Das Kapital, GCD og Depeche Mode hafa líka verið í nokkuri spilun.
laugardagur, desember 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli