föstudagur, desember 07, 2007

Hið besta var kvæðið flutt

Rakst rétt í þessu á skemmtilega sögu í ævagömlu og gulnuðu kvæðasafni séra Jóns Þorlákssonar forföður míns og þjóðskálds á Bægisá, og fyndna vísu sem fylgdi henni:


Eittsinn kom séra Jón í Akureyrar-kaupstað um haust, þá krafði “faktor" nokkurr hann um 7 dala skuld, en séra Jón hafði ekki til að gjalda, þá vildi kaupmaður taka færleik þann sem hann reið. Séra Jón kvað vísu þessa. – Séra Jón segir svo sjálfur frá málalokum: “Faktorinn fór í burt og vísan með honum, eg líka og Bleikkolla með mér” – (eptir eginhandar-riti og fjórum afskriptum.


Varla má þér, vesælt hross!
Veitast heiður meiri
Enn að þiggja kaupmanns koss
Og kærleiks-atlot fleiri,
Orðin húsfrú hans;
Þegar þú leggur harðan hóf
Háls um egtamanns,
Kreystu fast og kirktu þjóf!
Kúgun Norðurlands

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.