sunnudagur, desember 02, 2007

Ný, athyglisverð grein eftir Uri Avnery um eftirmála ráðstefnunnar í Annapolis: The Tumult And The Shouting Dies

Greinin sem hann skrifaði fyrir ráðstefnuna, nánar tiltekið fyrir tveimur vikum, How to Get Out? er einnig vel þess virði að lesa.



Fór í ágætis teiti með kórnum og Ungfóníunni í gær. Átti svo afar ánægjulega aðventustund á Deild 14 í dag með starfsólki, skjólstæðingum og aðstandendum.

Nu les ég áfram í Dracula. Vona að ég geti klárað hana sem fyrst. Þá bíður mín (að öllum líkindum) The Turn of The Screw eftir Henry James og áhorf á þremur kvikmyndum sem ég þarf að fjalla um fyrir prófið. Auk þess frekari heimildarvinna.
Er að spá að taka Nosferatu eftir Verner Herzog fyrir, en hún er valmöguleiki á prófinu. Upphafleg mynd F.W. Murnau er ein eftirlætis kvikmyndin mín og mér skilst að mynd Herzogs sé góð.

Lag dagsins: Dirt in the Ground með Tom Waits af plötunni Bone Machine.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.