mánudagur, desember 10, 2007

Líður að próflokum & Ástandið á Gaza

Nú er ég nánast búinn í prófum, á morgun er umræðutími um ritgerðirnar okkar í Ingmar Bergman og þá er því lokið. Það hellist jafnan einhver tómleikatifinning yfir mig þegar prófum lýkur. Allt í einu er þetta bara búið. Sérstaklega finn ég til þessa ef kúrsarnir hafa verið jafn áhugaverðir og skemmtilegir eins og þetta haust.
Prófið í dag gekk bærilega, held ég bara. Ég náði ekki að komast yfir Emmu né að klára Sense And Sensibility fullkomnlega en myndin rifjaðist upp fyrir mér og hafði ég Wikipediu mér til halds og traust um restina. 2-3 krossa var ég óviss með. Spurningunni um Catherine Morland finnst mér eftir á að hyggja að ég hefði getað kafað dýpra í, sérstaklega mundi ég á heimleið eftir punkti sem ég hefði viljað skýra nánar, en ég held að ég hafi komið aðalatriðunum að, fjarákornið, þetta hlýtur að hafa verið nokkuð fínt. Skrifaði rúmlega blaðsíðu í hverja línu. Ég er bara þannig gerður að ég losna sjaldan við þá tilfinningu eftir próf að ég hefði getað gert betur, jafnvel þegar ég brillera.
Annars var ég þar að auki orðinn glorhungraður þegar ég skilaði prófinu. Eldaði mér fínasta hafragraut þegar ég kom heim og er vel mettur núna.

Ég bendi á frétt á miðopnu Morgunblaðins í dag, bls. 20-21, þar sem rætt er við Svein Rúnar: “Mikil neyð á Gaza og mörg lyf uppurin. - Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir ástandið mun verra en á Vesturbakkanum og brýnt sé að rjúfa einangrun svæðisins”

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.