mánudagur, október 10, 2005

Svo er gaman að segja frá því þegar ég sat heima og las "So We'll go no more a' roving" eftir Byron. Það er fallegt og rómantískt rökkurljóð og varð mér sterklega hugsað til manna eins og Nick Cave, Tom Waits og Leonard Cohen.

Í tímanum daginn eftir segir kennarinn minn, Anna Heiða, sem reynist mikill Cohen-aðdándi, okkur frá því að Cohen hafi einmitt samið lag við þetta ljóð. Er ég skyggn eða hvað?
Hún leyfir okkur að hlýða á lagið og þða er mjög fallegt, smellpassar við ljóðið, fangar sömu stemmningu og blæ og mögnuð bassarödd Cohens. Ég læt ljóðið fylgja hér:

So, we'll go no more a' roving
So late into the night,
Though the heart be still as loving,
And the moon be still as bright.

For the sword outwears its sheath,
And the soul wears out the breast,
And the heart must pause to breathe,
And love itself have rest.

Though the night was made for loving,
And the day returns too soon,
Yet we'll go no more a-roving
By the light of the moon

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.