Í dag fagnaði við fjölskyldan útskrift míns kæra bróður, en hann útskrifaðist með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. :)
Það var glatt á hjalla og skálaglamm í vísindaferð enskudeildarinnar í Skjal í gærkvöldi. Ég þakka höfðinglegar móttökur. Frá Skjali var svo haldið á Celtic Cross og gleðskapnum haldið áfram. Einn mesti hápunktur kvöldsins hlýtur að vera The Drunk Scottish Song í flutningi Sam.
Loksins er ég búinn með hljóðfræðiverkefnið og er það léttir. Það hefur valdið nokkrum heilabrotum síðustu daga. En nú er mál að linni í bili, klukkan orðin margt og ég ætla að taka á mig náðir. Góða nótt.
sunnudagur, október 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli