NOTA BENE
Það er aukasýning í dag,föstudaginn 7. október á kvikmyndinni "What Remains of Us?" sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni. Sjálfur sá ég hana um daginn. Þetta verður eflaust síðasta tækifærið til að sjá hana. Aðeins eru til þrjú eintök af myndinni, hún var bannfærð af kínverskum stjórnvöldum og öryggisverðir tryggja að enginn fari með mynd-eða hljóðupptökutæki í salinn, til að verja þá sem koma fram í henni.
Kvikmyndakonan Kelsung Dorma komst í samband við Dalai Lama, og tókst að smygla skilaboðum á myndbandi frá honum til þjóðar sinnar. Þessi mynd lýsir því ferðalagi, viðbrögðum fólksins og ástandinu í Tíbet undir blóðugu hernámi sem hefur staðið í 50 ár. Þetta er mögnuð mynd sem þið megið ekki missa af.
föstudagur, október 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli