föstudagur, október 28, 2005

Í gær horfði ég á Motorcycle Diaries. Mér fannst hún afbragð. Hún segir frá frá ferðalagi sem Ernesto Guevara og vinur hans, Alberto Granada héldu í á mótorhjóli, í ætluninni að ferðast um alla rómönsku Ameríku. Þá var Guevara 23gjja ára og Granada 29 ára. Þeir leggja upp ungir og saklausir, fullir eldmóðs, ævintýraþrár og sýnir þessi mynd bæði styrk vináttu þeirra og breytingarnar sem verða á þeim við fátæktina, eymdina og óréttlætið sem þeir verða vitni að. Þetta er því um leið þroskasaga og veitir manni innsýn í hvernig hugsjónir Guevara þróuðust. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Landslagið er líka með ólíkindum og tónlistin góð. Ég verð að lesa dagbækurnar sem myndin er byggð á við tækifæri og kynna mér ævi Guevara almennilega. Margir hafa sínar skoðanir um Guevara, ég tel mig ekki tilbúinn að fella neinn dóm um hann, sökum vanþekkingar. Ef maður ætlar að geta myndað sér skoðun um einhvern verður maður líka að vita hvað mótar hann, og hvað viðkomandi gengur til.

Þetta er ekki saga um hetjudáðir. Þetta er saga um tvo menn sem lifðu samhliða um hríð. Þeir höfðu sömu þrá og svipaða drauma. Vorum við þröngsýnir, hlutdrægir eða fljótfærir? Voru ákvarðanir okkar of harðskeyttar? Kannski. Á ferðalagi okkar um rómönsku Ameríku breyttist ég meira en mig grunaði. Ég er ekki sami maðurinn. Ég er ekki sá maður sem ég var áður.
--Ernesto „Che“ Guevara

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.