30 ár eru liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf á Íslandi til að mótmæla launamisrétti kynjanna. Ég vil óska öllum landsmönnum til hamingju með nýliðinn kvennafrídag. Ég brá mér í gönguna og voru þar milli 45.000 og 50.000 konur og menn einnig saman komin til að krefjast jafnréttis. Það er sorglegt að árið 2005 þurfi að berjast fyrir jafnrétti, að enn sé kynbundinn launamunur og að kynin njóti ekki jafnra réttinda og virðingar í samfélaginu. Það blés manni hins vega kapp í brjóst að standa í göngunni, líta mannhafið hvert sem augað eygði og finna andann í hópnum. Gleðina, baráttu-og frelsisandann. Maður fann fyrir afli fjöldans. Vona ég að kné verði látið fylgja kviði. Ég vil sjá meira af þessu. Að fólk standi upp og krefjist réttar síns og krefjist mannréttinda fyrir sig og alla. Það hlýtur að vera grundvallar krafa alls fólks.
miðvikudagur, október 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli