miðvikudagur, október 19, 2005

Ég er búinn að þjást pest síðustu daga, en virðist á batavegi. Enn eimir þó af höfuðverk og mig verkjar í skrokknum. Hef því tekið því rólega heima. Einar færði mér þau gleðitíðindi að hljóðfræðiverkefninu á ekki að skila fyrr en 24. í stað 21. eins og upphaflega var. Þar sem ég þarf að skila þessu verkefni til að ná kúrsinum og ég þarf talsvert að vinna mig upp gefur þetta mér kærkomið svigrúm.
Ég er ánægður með einkunnina mína í Breskum bókmenntum; 9,5.
Þá er líka fyrr áfanganum lokið, efnið sem var til þessa prófs verður ekki til lokaprófsins, heldur verður einungis prófað í því sem á eftir fylgdi. Gilda prófin 50% hvort á móti öðru.
Þar til ég geng til náða hyggst ég lesa áfram í The Grapes of Wrath.
Jenný hefur klukkað mig. Er mér sýnt og skylt að bregðast við því og mun skella 5 staðreyndum í viðbót einhvern tíman þegar ég nenni.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.