mánudagur, október 10, 2005

Próf á morgun í breskum bókmenntum. Ég er þokkalega lesinn, hef frumlesið öll skáldin, og glærur og er í annari yfirferð núna. Mðaur er eilítið smeykur við að muna nöfnin á öllum ljóðunum (spurningar verða að bera kennsl á ljóð og höfund og svo krossaspurningar) og óttast pínulítið að maður muni rugla einhverjum skáldum saman. Þó er maður fremur í rónni að prófið ku verða sanngjarnt, kennarinn mun ekkert reyna að húkka okkur og höfum við lesið ljóðin og glærur ættum við að vera vel stödd. Gott er að ekki verður kafað náið í þyngri verkin; Defence of Perty, Biographia Literaria og preface to Lyrical Ballads. Né heldur guðspeki Blakes. Þau verk geta verið nokkuð tyrfin og flókin, þó áhugaverð geti oft verið og brillíant.
Lesturinn er þó afar áhugaverður og skemmtilegur, flest ljóðin eru hrífandi, enda erum við að lesa fremstu rómantísku skáldin, og hefur verið vandað vel valið á efni. Við lesum William Blake, Robert Burns, William Wordsworth, Samuel Taylor Coleridge, Byron lávarð, Bercy Bysshe Shelley og John Keats.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.