mánudagur, nóvember 05, 2007

Remember, remember, the fifth of November ...

...The gunpowder, treason and plot,
I know of no reason
Why gunpowder treason
Should ever be forgot


-- Ensk þula


Á þessum degi árið 1605 gerði Guy Fawkes ásamt öðrum kaþólskum samsærismönnum misheppnaða tilraun til að sprengja upp þinghúsið í Englandi, og þar með James I og allan mótmælendatrúaða aðalinn. Fawkes var gripinn glóðvolgur, dæmdur til dauða og fékk hina hroðalegustu meðferð. Á hverju ári minnast Bretar atburðarins með því að brenna Guy-Fawkes-dúkku.

Bróðir minn skrifar a stórfína grein á Eggina Gleymum aldrei 5. nóvember um Guy Fawkes og tilræðið á Eggina, þann lærdóm sem megi draga af sögu hans og hliðstæður í seinni tíð. Ýmislegt bendir t.d. til um að kóngsins menn og janfvel konungurinn hafi vitað af tilræðinu og notað það sem skálkaskjól fyrir frekari ofsóknum. Margt er þó eðlilega á huldu, en vitað er að hinn kaþólski Monteagle lávarður lét lávarðinn af Salisbury frá bréf þar sem einn tilræðismannanna varaði þann fyrrnefnda við, því ýmsum samsærismannanna var umhugað að kaþólksir embættismenn myndu ekki farast í tilræðinu. Salisbury var aftur á móti dyggur stuðningsmaður konungs. Hann setur atburðina jafnframt í samhengi við þá afbragðs myndasögu og kvikmynd V For Vendetta og bendir réttilega á að ólíkt V hafi Fawkes ekki verið neinn anarkisti, nema að síður hafi verið, en af bókinni og myndinni að dæma gætu ýmsir freistast til að túlka hann svo.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.