Afmælisfundur Félagsins Ísland-Palestína
Á morgun verður Félagið Ísland-Palestína 20 ára. Af því tilefni verður haldinn opinn fundur í Norræna Húsinu kl. 20. Húsið opnar 19:30.
Á þessum sama degi samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun um skiptingu Palestínu í tvö ríki.
Ég fagna annars heimkomu Sveins Rúnars og hlustaði á afar áhugavert viðtal sem Sigurður G. tók við hann. Ég veit ekki hvort hægt sé að nálgast það á netinu.
Loks er Frjáls Palestína, málgagn félagsins, væntanlegt í póst á morgun.
Ég vona að ég komist á fundinn. Helvíti annasamt hjá mér.
Tónleikar kórsins heppnuðust afar vel og hlutu mikið lof. Svo var teitast eftir báða tónleika. Við rúlum! :D
Fór líka á Kim Larsen um helgina. Hann var æðislegur.
Dagsrkáin á morgun er so hljóðandi:
Hljómsveitin Bardukha leikur frá kl. 19.45
Ávarp: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld les upp
Ræða: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður FÍP
Dúettinn Picknick: Sigga Eyþórs og Steini í Hjálmum
Stutt heimildamynd frá Gaza og Vesturbakkanum
(nýtt efni úr ferð SRH nóvember 2007 – klipping Hjálmtýr Heiðdal)
Fundarstjóri: Ögmundur Jónasson alþingismaður, formaður BSRB
Engin ummæli:
Skrifa ummæli