fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Undarlegar draumfarir

Þar sem karlmenn ku hugsa um kynlíf á e-ð um 8 sekúndna fresti (hey, ekki ætla ég að andmæla) myndu margir eflaust ætla að mig hafi dreymt eitthvað í þá áttina í nótt. Ég veit ekki... kannski óbeint. í nótt dreymdi mig sumsé að ég fyndi fyrir einhverri kjöttægju á milli framtannanna og var að reyna að stanga hana úr með nöglunum. Af einhverjum ástæðum var enginn tannstöngull við hendina. Þegar ég leit í spegil sá ég að ég var með vítt og skakkt frekjuskarð, samt fann ég fyrir tægjunni og gat ekki losað hana, og upskar aðeins blóð úr tannholdi.

Ef ég tek Freudísku nálgunina á þetta þá táknar skariðð eflaust kvensmannssköp. Blóðið gæti vel vísað til rofins meyjarhafts og kjötið,... tja ég held að þið ættuð að geta reiknað restina út.

Á hinn bóginn gæti ég allt eins ráðið drauminn sem svo að ég ætti að nota tannþráð oftar...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Miðað við þína tölfræði Einar þá væru allir karlmenn alltaf að hugsa um kynlíf sama hvað þeir væru að gera. Hmm... heilda sintan sem er sin*sin/cos, vá hvað væri gaman að heilda þessa...

Einar Steinn sagði...

Þessi tölfræði er nota bene ekki frá mér komin og ég sel hana ekki dýrar en ég keypti hana. Mig minnir að einhver rannsókn hafi leitt þetta í ljós og mig gæti vel misminnt um tölfræðina.

Ps NÖRD! ;D

Einar Steinn sagði...

Já, humm, það ku víst vera 8 mínútur . Hlaut að vera. Mea culpa. :S

Samt... svona lítið?

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.