The 'Oo
Hef hangið mikið á youtube undanfarið og hefur The Who verið þar hvað mest í spilun. Glöggir lesnedur þessa bloggs og aðrir kunningjar mínir ættu að vera nokkuð kunnugir dálæti mínu á sveitinni. Lag dagsins er Who Are You af samnefndri plötu þeirra. Það var jafnframt síðasta platan sem Keith Moon trommaði inn á. Þetta myndband er úr þeirri frábæru heimildamynd The Kids Are Alright, sem ég mæli eindregið með.
Lag dagsins pars secundus er Pictures if Lily. Þetta er jafnframt eitthvað besta (og eflaust eitt það elsta) rokklag um sjálfsfróun sem ég hef heyrt. Það er eins og ég hef oft sagt: snillingurinn Pete Townshend var sko laaaaangt sínum samtíma... :)
Lag dagsins pars tertius er Won't Get Fooled Again af plötunni Who's Next, sem er önnur besta stúdíóplata þeirra að mínu mati. Hin er Quadrophenia. Þessi flutningur er einnig ú The Kids Are Alright. Eitt magnaðasta atriðið í myndbandinu er rokköskur Daltrey, samtímis því að Townshend rennir sér niður á hné. Klassískt rokkmóment.
Ég mun alltaf bölva því í sót og ösku að ég náði ekki að sjá The Who á sviði áður en John Entwistle dó. Efist einhver um yfirburða bassahæfileika hans bendi ég á þetta myndband, sem er sami flutningur á Won't Get Fooled Again og að ofan nema að það er búið að skrúfa niður í söngnum og öðrum hljóðfærum en hækka bassann.
Entwistle og Keith Moon njóta sín líka sérstaklega vel í Can You See The Real Me? af Quadropheniu.
Loks er gaman fyrir Who-fanatíker eins og mig að sjá þetta myndband þar sem þei eru við upptökur á Pictures of Lily:
Að endingu er ég forvitinn um þessa heimildamynd um Entwistle, þetta myndbrot þykir mér allav. áhugavert:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli