fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Svona gerum við...


Á meðan ráðamenn styðja við uppbyggjandi hernám í Afghanistan og Írak
og funda með hernaðarbandamönnum í NATO
og stríðsfleyin vagga við vísnasöng í höfninni
og stríðsmangarar peppa hvorn annan upp á Hilton Nordica
við tveggja manna mótmæli
og tíu litlir negrastrákar er vinsælasta bókin
og skákar Biblíunni -revised editon
og Jókó & kó fagna tálmyndinni um frið,
sem er ósköp auðvelt að ímynda sér:
maður lokar barasta augunum
eyrunum
og lætur aftur þverrifuna,
dönsum við í kringum Friðarsúluna
snemma á sunnudagsmorgni

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.