þriðjudagur, október 30, 2007

Drullist þið heim með skít og skömm

Og nei, ég er ekki einn af rasitafávitunum að tala um innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna (góð dæmi um síka rasistafávita má t.am. finna víða á huga.is). Ég er að tala um vopnaframleiðendurna í BAE sem sem funda nú á Hilton Nordica hótelinu, en þetta ku vera hluti af liðsstyrkingu (team building) hjá þeim. John Suttle, starfsmannastjóri þessa umdeilda fyritækis segist ekki búast við mótmælum. Ég hvet lesendur til að sýna þessum sölumönnum dauðans fram á hið gagnstæða.
Vísir fjallar nánar um málið.

Ég get svarið það, Nato-fundur og teambuilding hjá herfyrirtæki og áframhaldandi stuðningur við hernám í Írak og Afghanistan með friðarsúluna í baksýn. Finnst einhverjum öðrum en mér þetta vera ... hömm... íronískt?

Spekingarnir spjalla

Doddi benti mér á skemmtilega myndband með Agga og Jóni Erni þar sem þeir kryfja framúrstefnuna:

Two down... (almost)

Í dag kláraði loksins The Haunting of Hill House og er nánast búinn með úthenduna úr Jane Austen, sem ég þarf ekki að skila fyrr en á miðvikudag. Púha og boyah!
E.t.v. má segja að ég sé kominn í smá þjálfun eftir greinalestur og yfirferð á úthendunum í hrollvekjuverkefninu.

Það voru fagnaðarfundir að hitta Dovile og Lisu í dag á Bókhlöðunni, enda höfðum við ekki sést í langan tíma. Lisa bauð mér jafnframt í afmælið sitt á laugardaginn.
Í skrifum sem þessum er gott að drekka te og kaffi og hlusta á Edith Piaf. Því vil ég leyfa ykkur, ágætu lesendur, að njóta La vie en Rose með mér. :)

mánudagur, október 29, 2007

Zits/Nabbi/Gelgjan :)




Fyrstu lög nýs dags: 24 Hour Party People með Happy Mondays og Headlong með Queen.

Borðið þér orma, frú Creed og Kristeva?

Jæja, þá er ég búinn að senda frá mér úthenduverkefnið úr grein Barböru Creed. Greinin er annars enn ein post-freudísk/feminíska greinin sem ég les í kvikmyndafræði. Bölvað helvítis torf gat hún verið. Ég þoli ekki þegar fræðimenn slá um sig með tyrfnu orðalagi til þess eins að sýna hvað þeir séu nú óttalega gáfaðir, svona menntasnobbsrúnk og geta aldrei komið sér að efninu á skýran og greinagóðan hátt. Mikil tilheyging til að teygja lopann. Það getur verið fjandanum erfiðara að skilja hvurn andskotann þeir eru að fara. Sbr. þessa tilvitnun í Juliu Kristevu:

Could the sacred be, whatever its variants, a two-sided formation? One aspect founded by murder and the social bond made up of a murderer’s guilt-ridden atonement, with all the projective mechanisms and obsessive rituals that accompany it; and another aspect, like a lining, more secret and invisible, non-representable, oriented toward those uncertain spaces of unstable identity, toward the fragility – both threatening and fusional – of the archaic dyad toward the non-seperation of subject/object on whivh language has no hold but one of fright and repulsion?

Eða

To each ego its object, to each superego tis abject. It is not the white expanse or slack boredom of repression, not the translations and transformations of desire that wrench bodies, nights and discourse, rather it is a brutish suferning that”I” puts up with, sublime and devastated, for “I” deposits it to the father’s account
(verse au pere – pere version): I endure it, for I imagine such is the desire of the other... On the edge of non-existence and hallucination, of a reality that, if I acknowledge it, annhiiates me. There, abject and abjection are my safeguards. The priemers of my culture.

Grmbl...

sunnudagur, október 28, 2007

Hvaða persóna ert þú í Múmíndalnum?




Mummipappa
Du er Mummipappa! Du er en drømmer og du drømmer deg ofte bort og inn i eventyr. Du er også en håpløs romantikker.

14.81% har falt innenfor denne kategorien.

Jamm, þetta virðist ekki fjarri lagi. :)

Þið getið tekið prófið hér.

föstudagur, október 26, 2007

Somebody up there likes me - Jon Stewart og Stephen Colbert

Mér finnst æðislegt að fá fulltrúa Daily Show til Íslands þar sem skoðað er undanhald Íslendinga frá Írak (skjöplist mér ekki samanstóð liðið okkar af einum fréttafulltrúa) og stuðningurinn við stríðið. Er ég enda mikill aðdáandi Jon Stewart.
Hér fer hann yfir helstu málefni liðinnar viku: Ögrarnir Bush gagnvart Íran og viðbrögð Bandaríkjastjórnar við fyrirætlunum Tyrklandsstjórnar að gera innrás í Írak:



Ekki þykir mér svo verra að meistari Stephen Colbert bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna:


View More Colbert Videos

Ég myndi kjósa Stephen Colbert ef ég gæti. Ég veit ekki hvort Jon Stewart ætli að bjóða sig fram, annars er ég klofinn á milli þeirra. Á hinn bóginn er erfitt að hafna manni sem getur gert svona flott kóreskt r'n'b-tónistarmyndband. Rain ain’t got nothin’ on him :) :



Báðir eru báðfyndnir, aðdáunarverðir og hugrakkir snillingar, hvor á sinn hátt. Hér má að lokum sjá myndband þar sem Stephen Colbert ræðir í viðtali um sig og Jon Stewart og mismunandi nálganir. Þetta er jafnframt eitt af fáum skiptum sem maður sér Stephen Colbert þar sem hann er ekki í karakter:

Minni kvenlegri hlið heilsað

Jæja, nú var ég búinn bisa við að meika mig í hátt í klukkutíma fyrir Halloween-partýið. Kemst svo að því að það er á morgun. Þar fer klukkutíma vinna bókstaflega í vaskinn. Á morgun þarf ég svoi að endurtaka sama leikinn.
Ég er ekki frá því að ég skilji núna betur þegar túlkur eru óratíma að gera sig fínar hverjar fyrir aðra og fyrir karlpeninginn og finni fyrir aukinni samkennd með þeim. I appreciate the effort. Respect.
Djöfullinn! Eins og þetta lítur nú flott út... :(

mánudagur, október 22, 2007

Annir

Ég mun víst eiga nokkuð annríkt næstu daga. Bæði er það annir sem ég þarf að sinna og sjálfskapaðar.
Ég þarf að troða inn tíma í vikunni til að fara með tveimur skjóstæðingum mínum í bæjarferð. Ég er sumsé núna í 20% vinnu á Kleppi í liðveislu. Hver ferð er upp í fjóra tíma í senn. Mun svo taka eina og eina 8-tíma kvöldvakt þegar vantar. Ég fékk annars hrós frá deildarstjóranum mínum fyrir nokkrum dögum, hún er mjög ánægð með mig og ferðirnar hafa gengið vel. Það þótti mér vænt um. Mér hefur enda alltaf þótt bæjarferðirnar skemmtilegastar í vinnunni á Kleppi.
Fyrir 7. nóvember þarf ég að vera búinn að vinna minn hluta í hópfyrirlestri um japanskar hrollvekjur. Sami hópur þarf líka að skila úthendum úr greinum og ég á eftir að fara yfir eina af þremur og lesa greinina. Fyrir mánaðarmót stefni ég á að reyna að þýða grein fyrir Frjálsa Palestínu, svo er samantektarverkefni ú Jane Austen-grein sem ég man ekki hvenær ég á að skila. Ég þarf að lesa mig upp, bæði bækur og greinar og horfa á 2 kvikmyndir. Á morgun fer ég í tíma og kór kl. 17:15-19:30. Miðvikudag fer ég væntanlega í aðra bæjarferðina auk þess að leika sem statisti í áramótaskaupinu. Sýnist samt að ég fari í aukatíma í Ingmar Bergman samdægurs og gæti ég því þurft að sleppa öðru hvoru. Á fimmtudag fer ég í tvöfaldan tíma, kór og raddæfingu og verður því lokið kl. 9. Á föstudag fer ég í tíma, hópurinn á hrollvekjur og ég fer í Halloween-party. Á eftir að útbúa mér búning. Á laugardag færi ég mögulega í aðra bæjarferð og svo er grímupartý kórsins um kvöldið.
Auk þess hef ég verið að vinna að pólítískri grein/bréfi sem mig langar til að senda eihverju dagblaðinu, en ég þarf að tryggja að hún sé "up to date" og veit ekki hvenær ég get gefið mér tíma í það.

Sem stendur er ég að lesa The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson, en hana lesum við í Hrollvekjukúrsinum. Góð bók, sú. Þá er ekki sannarlega ekki amalegt að sötra te og vera með upptökur frá 4. áratugnum með fiðlukonsert í D moll opus 61 eftir Ludwig van Beethoven og fiðlukonsert í E-moll opus 64 eftir Felix Mendelsohn í flutningi Fílharmoníusveitar Lundúna, þar sem ekki ómerkari maður en Fritz Kreisler leikur á fyrstu fiðlu, í eyrunum.
Ekki er þó ólíklegt að ég fari að skreiðast í bólið enda hef ég vakað of mikið og sofið of lítið síðustu daga.

sunnudagur, október 21, 2007

Af góðum ljóðum

Ljóðabók föður míns,Á mörkum, fær lofsamlega dóma á bls. 22 í menningarriti Fréttablaðsins í dag. Hún fór annars nýlega í aðra prentun.

Mér þykir líka ánægjulegt hvað ljóðabók Kristínar Svövu, Blótgælur, hefur fengið góðar viðtökur, ég bendi á Lesbókina og viðtal við skáldið á bls. 78 í Fréttablaðinu.

Ef þið hafið ekki keypt ykkur eintak af bókunum skuluð þið gera það hið snarasta eða eiga mig á fæti.

Árið var 1986...

... og ég var tveggja ára. Á því ári gaf hljómsveitin Metallica út plötuna Master Of Puppets, en sveitinni átti ég eftir að kynnast og falla fyrir 11 árum síðar, með kynnum mínum af plötunni ...And Justice For All, sem kom út næst á eftir Master..., en þetta var önnur þungarokkssveitin og þriðja þungarokksplatan sem ég fílaði. Fyrstu tvær voru Sehnsucht og Herzeleid með Rammstein. Ég er á því að það sé besta plata Metallica og einhver besta plata þungarokksins. Hún er alla vega ein allra uppáhalds þungarokksplatan mín. Hún fengi fullar fimm stjörnur hjá mér ef ekki væri fyrir hversu illa hún er hljóðblönduð. Master Of Puppets og Ride The Lightning fylgja svo fast á eftir. Hér var Jason Newsted kominn á bassann eftir að Cliff Burton fórst í rútuslysi. Mér hefur annars alltaf þótt Jason kúl og vanmetinn. Vegna hljómsins á Justice... er bassinn vægast sagt illgreinanlegur. Þarna voru þó einhverjar metnaðarfyllstu hljómsmíðar Metallica, í senn melódísk lög og hrátt þungarokk, bandið var fjandanum þéttara og kröftugra en andskotinn. Þeir höfðu líka aldrei hljómað jafn djúpir, reiðir og pólítískir og verið með jafn góða og beitta texta. Söngur James Hetfields hefur aldrei verið jafn flottur og á þessari plötu. The fire and the fury.

Sama ár og Metallica gaf út Master... léku þeir á tónleikunum hvaðan þetta myndband er komið, þar sem þeir leika For Whom The Bell Tolls. Það er skemmst frá því að segja að undirrituðum andaktung finnst þessi flutningur vægast sagt magnaður. Cliff fer auk þess á algjörum kostum, auk þess að hafa verið æðislegur bassaleikari var hann líka svo hrikalega kúl.




Metallica gerði sitt fyrsta tónlistarmyndband við eðallagið One sem var á Justice... Lagið byggir á kvikmyndinni Johnny Got His Gun sem Dalton Trumbo gerði eftir samnefndri stríðsádeiluskáldsögu sinni. Aðalpersónan berst í seinni heimsstyrjöldinni og stígur á jarðsprengju. Hann vaknar á spítala og er þar haldið á lífi með vélum. Hann sér ekkert, né heyrir, né getur mælt og getur hvorki hreyft legg né lið. Hann er eins konar lifandi dauður. Myndbandið sýnir annars vegar bandið að spila æi vöruksemmu en notar hins vegar myndbrot úr kvikmyndinni. Brotin smellpassa við lagið, veita því aukna dýpt og öfugt, samræmingin svínvirkar. Frá því að ég sá fyrst myndbandið hefur það haldist uppáhalds tónlistarmyndbandið mitt og það er ekki af ástæðulausu að það hefur iðullega unnið kosningar um besta tónlistarmyndbandið.

mánudagur, október 15, 2007

The Police hefur verið í mikilli spilun hjá mér og þeir eiga lag dagsins, Walking on the Moon.

föstudagur, október 12, 2007

Ég minni lesendur á 3ju alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils í dag á morgun og sunnudag.Sjá nánar hér. Mætið.

Þegar þetta er skrifað er ég með hið ágæta lag Bob Dylan,Jokerman , í hlustunum. Gaman að því.

fimmtudagur, október 11, 2007

Lag dagsins:For What It's Worth með Buffalo Springfield.

Peace Sells But Who's Buying? Af friðarsúlu og NATO-fundi

Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart friðarsúlunni. Í sjálfu sér finnst mér hugmyndin falleg: "Imagine peace" og þetta er óneitalega býsna tilkomumikið, þó ég hafi nú aðeins séð súluna í úðamistri. Ég er auk þess aðdáandi Lennons, bæði held ég upp á tónlistina hans og ber virðingu fyrir honum og þeim boðskap sem hann breiddi út. Ég sé heldur ekki ástæðu til að efast um heilindi Yoko Ono.
Á hinn bóginn er ýmislegt kaldhæðnislegt við þetta allt saman. Þetta er ríkisstjórninni klárlega PR-stönt en friðasúlan endurspeglar síst utanríkisstefnu ísklenskra stjórnvalda eða friðarvilja þeirra. Ríkisstjórnin hefur stutt ólöglegt innrásarstríð í Írak, er á lista hinna viljugu þjóða og styður enn við “uppbyggingu” í Írak, þ.e.a.s. aðgerðir hernámsliðsins, leppstjórnarinnar og kóna þeirra. Svipað er svo uppi á teningnum í Afghanistan, við höfum aldrei andmælt hernáminu þar eða stríðsherrabandlaginu, heldur ljáum þeim stuðning með “friðargæslu”. Á sama tíma og friðarsúlan er tendruð er svo NATO-fundur í Reykjavík og þrjú herskip NATO í höfninni.

Það hefur vakið athygli mína hversu fjölmiðlar viðast hafa lagst sig fram við að forðast sem mest umfjöllun um mótmæli gegn NATO og fundinum um helgina. UVG auglýstu friðsæla og táknræna mótmælaathöfn laugardaginn 6. okt. Og Samtök hernaðarandstæðinga auglýstu fund í Litlu-Brekku í Bankastrætinu mánudaginn 6. október. Ég hafði rekist á eina litla frétt, að mig minnir á RÚV, fremur en Vísi, þar sem nefnt var að þrír mótmælendur væru að mótmæla við Laugardalshöll.Einnig var nefnt í fréttinni að álfyrirtækjum væri mótmælt og þjóðarmorðum og rústun náttúru væri líkt saman. Tókst mér hins vegar ekki að finna þessa frétt aftur. Að henni undanskilinni hef ég ekki séð eina einustu frétt um mótmælin, hvorki á RÚV, vísi, né mbl.is, utan eina. Hún hljóðar svo:

Mótmæli voru höfð í frammi við Laugardalshöllina í dag, þar sem Nato-þingið er haldið. Lögregla fór með ungan mann á stöðina en sleppti honum síðan. Sá hafði klifrað upp í flóðlýsingar-mastur með áróðursborða. Listamaður setti upp hápólitískt verk, segir í tilkynningu, og mótmælt var rekstri herstöðvar Nató í Hollandi. Í tilkynningunni kemur fram að nokkrir erlendir þingmenn hafi gefið sig á tal við mótmælendur og farið hafi vel á með þeim.

Takið eftir því að hvergi kemur fram fjöldi mótmælanda. Það þykir heldur ekki áróður þegar hernaðarbandalag fundar og reynir að afla fylgis en ef mótmælaborði er hengdur upp þá er það “áróðursborði”.
Hvernig fóru mótmælin fram? Hvernig voru þau sótt? Hvernig var fundurinn? Mættu margir? Hvað kom fram á mótmælunum og fundinum? Hvernig hljómar tilkynning mótmælandanna? Getur einhver frætt mig um það?

Hitt sem vekur ekki síður athygli er að Samtökum hernaðarandstæðinga var hvergi boðið að taka þátt í partýinu.

PS Ég er náttúruverndarsinni en þykir fólk vægast sagt á hálum ís þegar það er farið að leggja rústun náttúru og þjóðarmorð að jöfnu. Sjá skrif Evu um “sálarmorð”.

Pps Og já, það er rétt. Bjarminn frá súlunni minnir óneitanlega á Batman-merkið. Gotham City needs you.

Við tölum ekki lengur um stríð....

þriðjudagur, október 09, 2007

Support our troop!

Doddi benti mér á þetta skemmtilega myndband og því fannst mér tilvalið að deila því líka með lesendum þessa bloggs.

...

Danir nota upplýsingar sem eru fengnar með pyntingum

"Anders Fogh sagði að þótt Danir væru algerlega á móti pyntingum þá gætu yfirvöld ekki leitt hjá sér upplýsingar sem vörðuðu öryggi þegnanna. Jafnvel þótt þau grunaði að þær upplýsingar hefðu verið fengnar með pyntingum."

Auðvitað ertu fjandakornið ekkert á móti pyntingum ef þú ert tilbúinn að slafra í þig rotna ávexti þeirra möglunarlaust, þ.e. vafasamar upplýsingar sem hafa fengist við að kvelja fólk og láta það sæta niðurlægjandi meðferð. Ef ég væri pyntaður nógu lengi myndi ég eflaust halda því fram að amma mín hefði startað Skaftáreldum. Shoot and weep.

Lög dagsins eru að þessu sinni þrjú (með þeim fyrirvara að fleiri gætu bæst við): New Dawn Fades og Dead Souls með Joy Division og All The Madmen með David Bowie.

föstudagur, október 05, 2007

Lag dagsins: Life During Wartime með Talking Heads

Ástandið í Írak – Pallborðsumræður.

Ég bendi áhugasömum á að í dag, föstudaginn 5. október kl. 12 verða pallborðsumræður um Írak í Norræna húsinu. Á kvikmyndahátíðinni eru sýndar fjórar myndir sem nálgast ástandið frá ólíkum hliðum; Taxi To The Dark Side (hana hef ég séð og mæli með henni), Shadow Company, Meeting Resistance, og Iraq in Fragments. Leikstjórar tveggja síðastnefndu myndanna eru staddir á landinu og taka þátt í málþinginu. Þar verður jafnframt rætt um hvernig kvikmyndir geta sýnt ástandið í nýju ljósi. James Longley (Iraq in Fragments) mun hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir mynd sína og Molly Bingham og Steve Connors (Meeting Resistance) hafa starfað sem blaðamenn og fréttaljósmyndarar. Davíð Logi Sigðurðsson blaðamaður stjórnar málþinginu.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.